Ferill 531. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 892  —  531. mál.
Fyrirspurn


til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um upplýsingar úr rannsóknarleiðöngrum Hafrannsóknastofnunar.

Frá Birni Leví Gunnarssyni.

    
    Hvar eru birtar upplýsingar um staðsetningu mælinga í rannsóknarleiðöngrum Hafrannsóknastofnunar samkvæmt lengdar- og breiddargráðu frá árinu 1995 til dagsins í dag, ásamt dagsetningu mælinganna, magni og skiptingu afla eftir tegund í hverju togi? Ef þessar upplýsingar eru hvergi birtar, hvernig stendur á því? Er fyrirhugað að birta þær og þá hvar?


Skriflegt svar óskast.