Ferill 448. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 928  —  448. mál.
Svar


félags- og barnamálaráðherra við fyrirspurn frá Ólafi Ísleifssyni um áminningar og missi löggildingar eða starfsleyfis á sviði skipulags- og byggingarmála.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
    Hversu mörgum hönnuðum, byggingarstjórum eða iðnmeisturum hefur verið veitt áminning eða þeir verið sviptir starfsleyfi eða löggildingu vegna brota á ákvæðum laga, reglugerða eða samþykkta um skipulags- og byggingarmálefni, eða fyrir að hafa vanrækt hlutverk sitt og skyldur eða sýnt af sér ítrekaða eða alvarlega óvarkárni í starfi, sbr. 57. gr. laga nr. 160/2010, um mannvirki?

    Ekki hefur komið til þess að hönnuður, byggingarstjóri eða iðnmeistari hafi hlotið áminningu og misst löggildingu eða starfsleyfi á grundvelli 57. gr. laga nr. 160/2010, um mannvirki.
    Nýlega voru gerðar breytingar á lögum um mannvirki þannig að skerpt var á ákvæðum um eftirlit. Þannig munu eftirlitsskyldir aðilar framvegis afla úttekta á gæðastjórnunarkerfum sínum frá faggiltum skoðunar eða vottunarstofum, auk þess sem ráðherra getur kveðið nánar á um tilhögun eftirlits í reglugerð.