Ferill 80. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 1351  —  80. mál.




Frumvarp til laga


um breytingu á lögum um þingsköp Alþingis, nr. 55/1991, með síðari breytingum (kynjahlutföll).

(Eftir 2. umræðu, 4. maí.)


1. gr.

    Á eftir 1. málsl. 2. mgr. 1. gr. laganna koma tveir nýir málsliðir, svohljóðandi: Þess skal gætt að hlutfall kvenna og karla sé eins jafnt og niðurstöður alþingiskosninga og kynjahlutföll innan þingflokka bjóða. Gætt skal að stöðu fólks með hlutlausa skráningu kyns í þjóðskrá.

2. gr.

    Við 3. mgr. 3. gr. laganna bætast tveir nýir málsliðir, svohljóðandi: Þess skal gætt að hlutfall kvenna og karla í forsætisnefnd sé eins jafnt og niðurstöður alþingiskosninga og kynjahlutföll innan þingflokka bjóða. Gætt skal að stöðu fólks með hlutlausa skráningu kyns í þjóðskrá.

3. gr.

    Á eftir 6. málsl. 1. mgr. 14. gr. laganna koma tveir nýir málsliðir, svohljóðandi: Enn fremur skal þess gætt að hlutfall kvenna og karla sé eins jafnt og niðurstöður alþingiskosninga og kynjahlutföll innan þingflokka bjóða. Gætt skal að stöðu fólks með hlutlausa skráningu kyns í þjóðskrá.

4. gr.

    Við 1. mgr. 82. gr. laganna bætast þrír nýir málsliðir, svohljóðandi: Við kosningu skal þess gætt að hlutfall kvenna og karla sé sem jafnast og ekki minna en 40% þegar um fleiri en þrjá fulltrúa er að ræða, sbr. þó 2. mgr. 1. gr., 3. mgr. 3. gr. og 1. mgr. 14. gr. Það kemur ekki í veg fyrir kosningu fólks með hlutlausa skráningu kyns í þjóðskrá. Hlutfall kvenna skal þó aldrei vera minna en 40%.

5. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi.