Ferill 780. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 1378  —  780. mál.
Fyrirspurn


til utanríkisráðherra um landgrunnskröfur Íslands.

Frá Andrési Inga Jónssyni.


     1.      Telur ráðherra málatilbúnað í greinargerðum Íslands til landgrunnsnefndar Sameinuðu þjóðanna 2009 og 2021 vera í samræmi við reglugerð nr. 196/1985 varðandi afmörkun landgrunnsins til vesturs, í suður og til austurs?
     2.      Kom til álita að afnema reglugerð nr. 196/1985 áður en greinargerðir voru sendar til landgrunnsnefndarinnar 2009 og 2021?
     3.      Hver er heildarkostnaður, þ.m.t. rannsóknarvinna, við gerð greinargerðanna?
     4.      Hvaða lögfræðilegu ráðgjöf fékk ráðuneytið við gerð greinargerðanna?


Skriflegt svar óskast.