Ferill 44. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Nr. 20/151.

Þingskjal 1384  —  44. mál.


Þingsályktun

um mótun sjálfbærrar iðnaðarstefnu.


    Alþingi ályktar að fela ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra að vinna að mótun sjálfbærrar iðnaðar- og atvinnustefnu með tilliti til breyttra aðstæðna í þjóðfélaginu og í helstu viðskiptalöndum. Stefnan verði unnin í víðtæku samstarfi við aðila í atvinnulífi og iðnaði, talsmenn umhverfisverndar og framtíðarnefnd forsætisráðherra. Við gerð stefnunnar verði sérstaklega litið til þess hvernig bæta megi framleiðni, fjölbreytni og sjálfbærni íslensks iðnaðar. Ráðherra kynni nýja stefnu fyrir maí 2022.

Samþykkt á Alþingi 6. maí 2021.