Ferill 613. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 1469  —  613. mál.
3. umræða.Breytingartillaga


við frumvarp til laga um breytingu á lögum um loftferðir, nr. 60/1998, með síðari breytingum (skyldur flugrekenda vegna COVID-19).

Frá Sigríði Á. Andersen.


    Í stað dagsetningarinnar „31. desember 2022“ í 1. gr. komi: 13. október 2021.

Greinargerð.

    Nauðsynlegt er að lög vegna tímabundinna aðgerða vegna bráðaástands standi ekki lengur en tilefni er til. Með þessari breytingartillögu er komið til móts við það sjónarmið að til þessara aðgerða þurfi að grípa en að um leið sé varlega farið í sakirnar.