Ferill 768. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 1493  —  768. mál.
2. umræða.



Nefndarálit


um frumvarp til laga um breytingu á lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, nr. 129/1997 (nýting séreignarsparnaðar).

Frá meiri hluta efnahags- og viðskiptanefndar.


    Með frumvarpinu er lagt til að heimild til skattfrjálsrar ráðstöfunar séreignarsparnaðar í tengslum við íbúðarhúsnæði til eigin nota, sbr. ákvæði til bráðabirgða XVI og XVII í lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða og ákvæði til bráðabirgða LV í lögum um tekjuskatt, verði framlengd um tvö ár, til 30. júní 2023.
    Rósa Björk Brynjólfsdóttir ritar undir nefndarálitið þeim fyrirvara að hún telur aðgerðina ekki sjálfbæra til lengri tíma. Yfirvöld verði að gera áætlun um úttekt séreignarsparnaðar sem byggist á gögnum, greiningum og þörfum. Taka verði ákvörðun um það hversu lengi aðgerðin verði í gildi.
    Meiri hlutinn leggur til að frumvarpið verði samþykkt óbreytt.

Alþingi, 21. maí 2021.

Óli Björn Kárason,
form.
Bryndís Haraldsdóttir, frsm. Jón Steindór Valdimarsson.
Brynjar Níelsson. Hjálmar Bogi Hafliðason. Ólafur Þór Gunnarsson.
Rósa Björk Brynjólfsdóttir, með fyrirvara. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.