Ferill 819. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 1537  —  819. mál.




Fyrirspurn


til samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um innanlandsflug.

Frá Önnu Kolbrúnu Árnadóttur.


     1.      Til hvaða áfangastaða innan lands er áætlunarflug rekið á markaðslegum forsendum? Hver er lágmarksfjöldi farþega, á ársgrundvelli, til að flugleið falli ekki undir áætlunarflug á markaðsforsendum?
     2.      Hvaða áfangastaðir falla undir skilgreiningu á áætlunarflugi innan lands og hvaða flugfélög fljúga til viðkomandi áfangastaða, sundurliðað eftir áfangastað og flugfélagi?
     3.      Hvaða áfangastaðir innan lands hafa notið ríkisstyrkja á árunum 2010–2020, sundurliðað eftir árum og flugleiðum og fjárhæð styrks? Hver er fjöldi farþega á þessum flugleiðum á árunum 2010–2020, sundurliðað eftir árum og flugleiðum?
     4.      Hvaða tæknilegu kröfur eru gerðar um flugvélar sem fljúga til þeirra áfangastaða sem njóta ríkisstyrkja, svo sem hvað varðar farþegafjölda, flutningsgetu fyrir frakt og jafnþrýstibúnað?
     5.      Ef áætlunarflug til Húsavíkur leggst af er þá ætlunin að Þingeyingar og aðrir þeir sem notast við Húsavíkurflugvöll fari um Akureyrarflugvöll? Hverjar eru forsendurnar fyrir því að áætlunarflug milli Reykjavíkur og Húsavíkur er ekki ríkisstyrkt með sambærilegum hætti og þekkist um flesta aðra áfangastaði?


Skriflegt svar óskast.