Ferill 841. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 1598  —  841. mál.
Fyrirspurn


til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um lúðuveiðar.

Frá Sigurði Páli Jónssyni.


     1.      Hversu mikilli lúðu hefur verið landað árlega á árunum 2012–2020?
     2.      Hver er upphæð gjalds árin 2012–2021 sem lagt hefur verið á landaðan lúðuafla samkvæmt ákvæðum laga nr. 37/1992, sundurliðað eftir árum?
     3.      Hversu mörgum lúðum hefur verið sleppt samkvæmt skráningu í afladagbókum veiðiskipa við Íslandsstrendur árin 2012–2020?


Skriflegt svar óskast.