Ferill 771. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 1619  —  771. mál.
Svar


dómsmálaráðherra við fyrirspurn frá Birgi Þórarinssyni um ferðakostnað lögregluembætta.


     1.      Hver var árlegur heildarkostnaður lögregluembætta vegna aksturs á einkabifreiðum frá 1. janúar 2017 til 31. desember 2020, sundurliðað eftir embættum og greiðslum annars vegar til yfirmanna og hins vegar til annarra en starfsmanna? Auk þess er óskað eftir yfirliti yfir upphæðir hærri en 100.000 kr. sem hafa verið endurgreiddar og hvernig þær skiptast á ár, embætti og stöður.
    Leitað var eftir upplýsingum frá lögregluembættunum. Hér á eftir er tafla með yfirliti yfir árlegan heildarkostnað embættanna á milli 2017 og 2020.


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


    Einungis tvö embætti tilgreindu upphæð sem er hærri en 100.000 kr. á mánuði til starfsmanns. Lögreglustjórinn á Suðurlandi greiddi 155.100 kr. til starfsmanns vegna uppsafnaðs aksturs á árinu 2019.
    Yfirlit yfir fjölda greiðslna yfir 100.000 kr. frá lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu má finna hér:

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.     2.      Hver var árlegur kostnaður lögregluembætta fyrir sama tímabil, sundurliðað eftir embættum:
                  a.      við ferðir starfsmanna vegna nauðsynlegra verkefna erlendis,
                  b.      við ferðir starfsmanna sem búa erlendis en ferðast til Íslands til og frá vinnu,
                  c.      við boðsferðir,
                  d.      við að fylgja umsækjendum sem hefur verið synjað um alþjóðlega vernd úr landi,
                  e.      við aðrar ferðir sem ekki teljast til verkefna lögregluembætta?

    Eftirfarandi er tafla þar sem árlegur kostnaður lögregluembætta niður á töluliði og embætti.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.