Ferill 369. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Prentað upp.

Þingskjal 1682  —  369. mál.
Leiðréttur texti.

2. umræða.Nefndarálit með frávísunartillögu


um frumvarp til laga um Hálendisþjóðgarð.

Frá meiri hluta umhverfis- og samgöngunefndar.


    Nefndin hefur fjallað um málið á 14 fundum og fyrir nefndina mættu Sigríður Svana Helgadóttir, Jón Geir Pétursson og Steinar Kaldal frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, Skarphéðinn Berg Steinarsson frá Ferðamálastofu, Auður Ingólfsdóttir og Magnús Guðmundsson frá Vatnajökulsþjóðgarði, Árni Bragason frá Landgræðslunni og Þröstur Eysteinsson frá Skógræktinni, Bergþóra Þorkelsdóttir, Guðmundur Valur Guðmundsson og Stefán Erlendsson frá Vegagerðinni, Kristín Huld Sigurðardóttir, Þór Hjaltalín, Agnes Stefánsdóttir og Inga Sóley Kristjönudóttir frá Minjastofnun, Sigrún Ágústsdóttir, Ólafur A. Jónsson og Eva B. Sólan Hannesdóttir frá Umhverfisstofnun, Hilmar J. Malmquist, Skúli Skúlason og Snæbjörn Guðmundsson frá Náttúruminjasafni Íslands, Ásdís Hlökk Theodórsdóttir og Ottó Björgvin Óskarsson frá Skipulagsstofnun, Þorkell Lindberg Þórarinsson og Lovísa Guðrún Ásbjörnsdóttir frá Náttúrufræðistofnun Íslands, Kristín Linda Árnadóttir, Þórólfur Nielsen og Kristján Halldórsson frá Landsvirkjun, Sverrir Jan Norðfjörð frá Landsneti og Tryggvi Þór Haraldsson frá RARIK, Vala Hrönn Viggósdóttir og Hlín Hólm frá Samgöngustofu, Gunnar Þorgeirsson, Guðrún Vaka Steingrímsdóttir, Vigdís Häsler frá Bændasamtökum Íslands og Unnsteinn Snorri Snorrason frá Landssamtökum sauðfjárbænda, Nína Aradóttir, Guðrún Tryggvadóttir, Eyrún Þóra Guðmundsdóttir og Þórhallur Jóhannsson frá Landvarðafélagi Íslands, Árni Finnsson frá Náttúruverndarsamtökum Íslands, Þórunn Wolfram Pétursdóttir frá Náttúruverndarsamtökum Suðurlands, Sævar Þór Halldórsson og Harpa Barkardóttir frá SUNN – Samtökum um náttúruvernd á Norðurlandi, Auður Önnu Magnúsdóttir og Tryggvi Felixson frá Landvernd, Ingibjörg Eiríksdóttir frá Eldvötnum – samtökum um náttúruvernd í Skaftárhreppi, Halldór Benjamín Þorbergsson frá Samtökum atvinnulífsins, Sigurður Hannesson frá Samtökum iðnaðarins, Konráð S. Guðjónsson frá Viðskiptaráði Íslands, Páll Erland og Baldur Dýrfjörð frá Samorku, Jóhannes Þór Skúlason og Ágúst Elvar Bjarnason frá Samtökum ferðaþjónustunnar, Erpur Snær Hansen frá Samtökum náttúrustofa, Sigurður Erlingsson frá Fjöreggi – félagi um náttúruvernd og heilbrigt umhverfi í Mývatnssveit, Þorgerður María Þorbjarnardóttir, Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir og Finnur Ricart Andrason frá Ungum umhverfissinnum, Ólafur Örn Haraldsson frá Ferðafélagi Íslands, Skúli H. Skúlason frá Ferðafélaginu Útivist og Sveinbjörn Halldórsson frá Samút.
    Alls bárust 155 umsagnir um frumvarpið, frá Akrahreppi, Akstursíþróttasambandi Íslands, Alexander Vestfjörð Kárasyni, Alþýðusambandi Íslands, AOPA á Íslandi, Arnari Má Bergmann, Ágústu Ágústsdóttur, Ársæli Haukssyni, Ásahreppi, Baldvin Jónssyni, Birni Arnari Haukssyni, Birni Jóhannssyni, Birni Traustasyni, Bláskógabyggð, Bændasamtökum Íslands, Dalabyggð, Einari Ásgeiri Sæmundsen, Einari E. Sæmundsen, Eldvötnum – samtökum um náttúruvernd í Skaftárhreppi, sameiginleg umsögn frá Erlu Guðnýju Helgadóttur, Kristínu Helgu Gunnarsdóttur, Helga Geirharðssyni, Gunnari Jónssyni og Helgu Erlu Hjartardóttur, Eyjafjarðarsveit, Ferða- og útivistarfélaginu Slóðavinum, Ferðafélagi Íslands, Ferðafélaginu Melrökkum, Ferðafélaginu Útivist, Ferðafrelsisnefnd Eyjafjarðardeildar F4X4, Ferðaklúbbnum 4X4, Ferðamálastofu, FETAR – landssamtökum, Félagi húsbílaeigenda, Félagi íslenskra landslagsarkitekta, Félagi íslenskra náttúrufræðinga, Félagi landeigenda á Almenningum, Félagi leiðsögumanna á hreindýraveiðum, Fisfélagi Reykjavíkur, fjallskilanefnd Biskupstungna, fjallskilanefnd Laugardals, Fjöreggi – félagi um náttúruvernd og heilbrigt umhverfi í Mývatnssveit, Fljótsdalshreppi, Flóahreppi, Flugmálafélagi Íslands, Frey Þórssyni, Friðriki Stefáni Halldórssyni, Gísla Rafni Jónssyni, Grímsnes- og Grafningshreppi, Guðmundi Frey Jónssyni, Guðmundi Óla Gunnarssyni, Gunnlaugi B. Ólafssyni, Halldóri Jóhannessyni, Halldóri Kvaran, Hauki Parelius, Hestamannafélaginu Gnýfara Ólafsfirði, Hestamannafélaginu Hring á Dalvík, Hinu íslenska náttúrufræðifélagi, Hjalta Steini Gunnarssyni, Hrunamannahreppi, Hveravallafélaginu, Ian R. Sykes, Iceland Luxury Tours, Ingimundi Stefánssyni, Ingimundi Þór Þorsteinssyni, Ívari Erni Lárussyni, Jens Benedikt Baldurssyni, Jóhanni Björgvinssyni, sameiginleg umsögn frá Jóhannesi Sveinbjörnssyni, Ólöfu Björgu Einarsdóttur, Sveinbirni F. Einarssyni, Sveini Inga Sveinbjörnssyni, Andreu Skúladóttur, Kolbeini Sveinbjörnssyni og Borghildi Guðmundsdóttur, Jóni Baldri Þorbjörnssyni, Jóni G. Guðmundssyni, Jónasi Hafsteinssyni, Jöklarannsóknafélagi Íslands, sameiginleg umsögn frá Kristni Snæ Sigurjónssyni, Guðbergi Reynissyni og Frey Þórssyni, Landgræðslu ríkisins, Landsneti hf., Landssambandi hestamanna, Landssambandi íslenskra vélsleðamanna, Landssamtökum landeigenda á Íslandi, Landssamtökum sauðfjárbænda, Landsvirkjun, Landvarðafélagi Íslands, Landvernd, Margeiri Ingólfssyni, Michaël Bishop, Minjastofnun Íslands, Múlaþingi, Mýrdalshreppi, Nature of Iceland ehf., Náttúrufræðistofnun Íslands, Náttúruminjasafni Íslands, Náttúruverndarsamtökum Íslands, Náttúruverndarsamtökum Suðurlands, Norðurflugi ehf., Norðurþingi, Ólafi Björnssyni hrl., Páli Ásgeiri Ásgeirssyni, Páli Halldóri Halldórssyni, Ragnari Árnasyni, Rangárþingi eystra, Rangárþingi ytra, RARIK ohf., Reykjavíkurborg, Reyni Frey Péturssyni, Ríkharði Sigmundssyni, Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Samgöngustofu, Samorku – samtökum orku- og veitufyrirtækja, Samtökum atvinnulífsins, Samtökum ferðaþjónustunnar, Samtökum iðnaðarins, Samtökum náttúrustofa, Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga, Samtökum sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi, SAMÚT – samtökum útivistarfélaga, Sigrúnu Sigurgeirsdóttur, Sigurði Inga Jónssyni, Sigþóri Smára Sigurðssyni, Skálpa ehf., Skipulagsstofnun, Skorradalshreppi, Skotveiðifélagi Íslands, Skógræktarfélagi Íslands, Skógræktinni, Skútustaðahreppi, Snorra Ingimarssyni, Snælandi Grímssyni ehf., Stykkishólmsbæ, SUNN – samtökum um náttúruvernd á Norðurlandi, Svalbarðsstrandarhreppi, Sveinbjörgu Vilhjálmsdóttur, Sveini Kristjáni Ingimarssyni, Sveitarfélaginu Árborg, Sveitarfélaginu Hornafirði, Sveitarfélaginu Skagafirði, sameiginleg umsögn frá Sveitarfélaginu Skagafirði, Húnavatnshreppi, Húnaþingi vestra og Akrahreppi, Sveitarfélaginu Ölfusi, Svifflugfélagi Íslands, umhverfisnefnd Bláskógabyggðar, umhverfisnefnd Hrunamannahrepps, Umhverfisstofnun, Ungum umhverfissinnum, Ungliðahreyfingu ferðaklúbbsins 4X4, V.S. Útivist, Valdimar Aðalsteinssyni, Vatnajökulsþjóðgarði, Vegagerðinni, sameiginleg umsögn frá Veiðifélagi Landmannaafréttar og fjallskilanefnd Landmannaafréttar, Verkfræðingafélagi Íslands, Vestmannaeyjabæ, Viðskiptaráði Íslands, Þingeyjarsveit, Þorvarði Hjalta Magnússyni, Þorvarði I. Þorbjörnssyni og Þórhalli Borgarssyni auk gagna frá umhverfis- og auðlindaráðuneyti.
    Með frumvarpinu er mælt fyrir um stofnun hálendisþjóðgarðs.

Umfjöllun nefndarinnar.
    Unnið hefur verið að þjóðgarði á miðhálendinu í tíð þriggja síðustu umhverfisráðherra. Sigrún Magnúsdóttir, þáverandi umhverfis- og auðlindaráðherra, skipaði nefnd þann 14. júlí 2016 sem falið var það hlutverk að greina og kortleggja svæðið innan miðhálendislínu á heildstæðan hátt. Markmiðið með starfinu var að kanna forsendur fyrir því hvort rétt þætti að stofna þjóðgarð innan miðhálendisins, með stækkun Vatnajökulsþjóðgarðs eða með annars konar fyrirkomulagi. Björt Ólafsdóttir, þáverandi umhverfis- og auðlindaráðherra, gaf út skýrslu nefndarinnar í nóvember 2017 en í henni voru dregnar upp nokkrar mismunandi sviðsmyndir. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, skipaði árið 2018 þverpólitíska nefnd þingmanna, umhverfis- og auðlindaráðuneytisins, forsætisráðuneytisins og sveitarfélaga um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu og skilaði hún lokaskýrslu sinni 3. desember 2019. Frumvarpið var lagt fram á Alþingi í lok nóvember 2020, síðar en áformað var þar sem heimsfaraldur kórónuveiru setti strik í reikninginn. Það er álit meiri hlutans að um sé að ræða mikilvægt mál sem brýnt sé að ná sem víðtækastri samstöðu um í samfélaginu. Við umfjöllun um frumvarpið í nefndinni kom fram að vinna þyrfti betur að málinu til að ná þeirri sátt.
    Meiri hlutinn telur að sú umræða sem fram hefur farið um þjóðgarð á síðustu árum, bæði um fyrirliggjandi frumvarp og fyrri vinnu, sé nauðsynlegur þáttur í því ferli að ná sátt um málið. Á meðal þess sem nauðsynlegt er að taka afstöðu til við áframhaldandi vinnu séu eftirfarandi atriði:
          Mörk þjóðgarðs og verndarflokkar. Í tengslum við mörkin verði hugað að því hvernig afstaða sveitarfélaga gagnvart þeim verði leidd fram.
          Stjórnfyrirkomulag og verkaskipting með sveitarfélögum og þeim samtökum og hópum sem nú hafa starfsemi á hálendinu eða sinna því á einhvern máta.
          Samspil skipulagsáætlana sveitarfélaga og stjórnunar- og verndaráætlunar innan þjóðgarðs.
          Þær reglur sem gilda um umferð og umgengni innan þjóðgarðs og hvernig þær verði samþættar við núverandi lög um Vatnajökulsþjóðgarð og náttúruverndarlög. Skýrt verði hvernig samgöngumálum innan þjóðgarðs verði háttað.
          Umgjörð um hefðbundnar nytjar, veiðar, orkuvinnslu og flutningsleiðir raforku.
          Ítarleg fjárþörf til lengri tíma verði greind og áætlun sett fram um fjármögnun.
          Hvernig samningar um atvinnustarfsemi innan þjóðgarðs gætu litið út.
          Hvernig hugað verður að málum sem nú skiptast á milli ólíkra ráðuneyta innan þess svæðis sem mögulega verður innan þjóðgarðs, svo sem þjóðlendumálum og málum er varða menningarminjar.
    Hálendi Íslands er einstakt og vanda þarf sem best til verka þegar kemur að verndun og nýtingu og umgengni á því landsvæði. Ríkja þarf traust á milli þeirra sem málið snertir, þar á meðal heimamanna, sveitarfélaga, félagasamtaka og ríkisvaldsins. Meiri hlutinn telur að til að ná slíkri sátt þurfi að gefa málinu lengri tíma og mikilvægt sé að halda áfram að vinna að því í víðtæku samráði við alla hagaðila.
    Að þessu virtu leggur meiri hlutinn til að málinu verði vísað til ríkisstjórnarinnar og umhverfis- og auðlindaráðherra verði falið að leggja fram nýtt frumvarp um málið sem verði byggt á þeirri vinnu sem hér hefur verið rakin.

Alþingi, 9. júní 2021.

Kolbeinn Óttarsson Proppé,
frsm.
Ari Trausti Guðmundsson. Jón Gunnarsson.
Líneik Anna Sævarsdóttir. Vilhjálmur Árnason.