Ferill 660. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 1738  —  660. mál.
Svar


umhverfis- og auðlindaráðherra við fyrirspurn frá Gunnari Braga Sveinssyni um ráðgjafarþjónustu, verktöku og tímabundin verkefni.     1.      Hver hefur verið kostnaður ráðuneytisins við hvers kyns ráðgjafarþjónustu frá 1. janúar 2018?
    Samanlagður kostnaður umhverfis- og auðlindaráðuneytisins frá janúar 2018 til mars 2021 vegna kaupa á sérfræðiþjónustu og ráðgjöf er 688,9 millj. kr. Um er að ræða kostnað sem bókaður er á fjárlagalið 14-101 Umhverfis- og auðlindaráðuneyti, aðalskrifstofa og 14-190 Ýmis verkefni. Einkum er um að ræða kostnað sem bókaður er undir „sérfræðiþjónustu I“ samkvæmt tegundalykli Fjársýslu ríkisins. Ekki er tekinn með kostnaður vegna þýðenda og túlkaþjónustu. Hér á eftir er yfirlit yfir kostnað eftir árum og tegundalyklum í bókhaldi:

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


     2.      Af hvaða fyrirtækjum eða einstaklingum hefur ráðgjafarþjónusta verið keypt á tímabilinu, hvenær hófst þjónustan og hvenær lauk henni, ef henni er lokið? Hve mikið hefur hverjum aðila verið greitt?
    Á framangreindu tímabili hefur ráðuneytið keypt sérfræðiþjónustu og ráðgjöf af eftirfarandi aðilum. Í upptalningunni eru ekki teknir með aðilar þar sem samanlagður kostnaður á tímabilinu er undir 100.000 kr.

Viðskiptamaður Fjárhæð Ár Tegund þjónustu
1. Admon ehf. 317.652 2019 Sérfræðiþjónusta
2. Advania Ísland ehf. 230.223 2020 Sérfræðiþjónusta
3. Alta ehf. 1.663.776 2019 Sérfræðiþjónusta
4. Anok Margmiðlun ehf. 121.540 2018–2020 Sérfræðiþjónusta
5. Aton.JL ehf. 5.525.000 2020–2021 Sérfræðiþjónusta
6. Attentus ehf. 37.529.426 2018–2021 Ráðgjafarþjónusta/sérfræðiþjónusta
7. Auðnast ehf. 959.900 2019–2020 Sérfræðiþjónusta
8. Ásta Vilhelmína Guðmundsdóttir 200.000 2019 Sérfræðiþjónusta
9. Berglög ehf. 11.595.278 2018–2020 Lögfræðiþjónusta
10. Blek ehf. 140.184 2019–2020 Sérfræðiþjónusta
11. Brandenburg ehf. 911.396 2018–2019 Sérfræðiþjónusta
12. Brotið blað ehf. 157.480 2020–2021 Sérfræðiþjónusta
13. Brynhildur Davíðsdóttir 3.870.000 2018–2020 Ráðgjafarþjónusta/ sérfræðiþjónusta
14. Brynja Þorgeirsdóttir 340.000 2020 Sérfræðiþjónusta
15. BSI á Íslandi ehf. 1.831.210 2018–2020 Sérfræðiþjónusta
16. Bændasamtök Íslands 5.000.000 2019 Sérfræðiþjónusta
17. Capacent ehf. 14.055.470 2018–2020 Ráðgjafarþjónusta
18. Circular Solutions ehf. 300.000 2020 Sérfræðiþjónusta
19. Claret ehf. 450.000 2020 Sérfræðiþjónusta
20. Darri Eyþórsson 588.000 2019 Sérfræðiþjónusta
21. Efla hf. 21.086.09 2018–2020 Sérfræðiþjónusta
22. Einar Guðmundsson 1.071.875 2019–2020 Sérfræðiþjónusta
23. Eta Carina ehf. 900.000 2020 Sérfræðiþjónusta
24. Expectus ehf. 647.400 2018–2019 Ráðgjafarþjónusta
25. Fagráð um endurnýtingu og úrgang 1.459.951 2020 Sérfræðiþjónusta
26. Fischersund ehf. 200.000 2020 Sérfræðiþjónusta
27. Fjallastör ehf. 5.329.613 2019 Lögfræðiþjónusta
28. Fjölnet ehf. 159.739 2020 Sérfræðiþjónusta
29. Framkvæmdasýsla ríkisins 2.647.477 2020–2021 Sérfræðiþjónusta
30. Hafið bláa hafið ehf. 650.000 2019 Sérfræðiþjónusta
31. Hafrannsóknastofnun 71.196.330 2019–2021 Sérfræðiþjónusta
32. Háskóli Íslands 101.227.844 2018–2021 Ráðgjafarþjónusta/sérfræðiþjónusta
33. Háskólinn á Akureyri 4.114.425 2019–2020 Ráðgjafarþjónusta/sérfræðiþjónusta
34. Hönnunarmiðstöð Íslands ehf. 15.260.000 2019–2021 Sérfræðiþjónusta
35. Íslensk NýOrka ehf. 11.534.500 2019–2021 Sérfræðiþjónusta
36. Íslenskar orkurannsóknir 139.712.333 2018–2020 Sérfræðiþjónusta
37. Kolofon ehf. 13.500.000 2020–2021 Sérfræðiþjónusta
38. KPMG ehf. 879.950 2018–2020 Sérfræðiþjónusta
39. KVAN ehf. 110.000 2019 Sérfræðiþjónusta
40. Landbúnaðarháskóli Íslands 12.700.000 2018–2020 Sérfræðiþjónusta
41. Landslög slf. 8.763.105 2020 Lögfræðiþjónusta
42. Lágfóta ehf. 518.000 2019 Sérfræðiþjónusta
43. LEX ehf. 7.185.000 2020 Lögfræðiþjónusta
44. Loftmyndir ehf. 372.000 2020 Sérfræðiþjónusta
45. Lota ehf. 201.035 2018 Sérfræðiþjónusta
46. Maður og kona ehf. 152.363 2020 Sérfræðiþjónusta
47. Magna Lögmenn ehf. 308.438 2020 Lögfræðiþjónusta
48. Magnús Ólafsson 560.000 2019 Sérfræðiþjónusta
49. Náttúrustofa Norðausturlands 11.822.925 2018–2021 Sérfræðiþjónusta
50. Náttúrustofa Suðausturlands ses. 1.000.000 2021 Sérfræðiþjónusta
51. Náttúrustofa Vestfjarða 1.177.707 2020 Sérfræðiþjónusta
52. Náttúrustofa Vesturlands 24.486.221 2018–2021 Sérfræðiþjónusta
53. Orkustofnun 2.445.480 2018 Sérfræðiþjónusta
54. Prógramm ehf. 10.982.366 2020–2021 Sérfræðiþjónusta
55. Quiver ehf. 6.907.950 2019–2020 Ráðgjafarþjónusta
56. Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins ehf. 53.313.000 2019–2021 Sérfræðiþjónusta
57. Ráðhildur GM slf. 607.460 2019 Sérfræðiþjónusta
58. RHA – Rannsóknamiðstöð HA 10.950.775 2018–2021 Sérfræðiþjónusta
59. Ríkiskaup 290.000 2018 Sérfræðiþjónusta
60. Rorum ehf. 171.900 2018–2019 Sérfræðiþjónusta
61. Sahara ehf. 477.000 2020 Sérfræðiþjónusta
62. Samband íslenskra sveitarfélaga 4.700.000 2020 Sérfræðiþjónusta
63. Samband sveitarfélaga á Austurlandi 3.500.000 2019 Sérfræðiþjónusta
64. Samtök sunnlenskra sveitarfélaga 7.000.000 2021 Sérfræðiþjónusta
65. Samtök sveitarfélaga og atvinnu 3.500.000 2020 Sérfræðiþjónusta
66. Sigurður Guðmundsson 866.812 2020 Sérfræðiþjónusta
67. Síminn hf. 188.632 2019 Sérfræðiþjónusta
68. Steinar Júlíusson 887.097 2019 Sérfræðiþjónusta
69. Sonik tækni ehf. 204.842 2019 Sérfræðiþjónusta
70. Strategía ehf. 986.500 2018–2020 Ráðgjafarþjónusta
71. Svæðisgarður Snæfellsness ses. 500.000 2018 Sérfræðiþjónusta
72. Tímatákn ehf. 1.929.500 2020–2021 Sérfræðiþjónusta
73. Vinnuvernd ehf. 243.540 2018–2020 Sérfræðiþjónusta
74. Vinnvinn ehf. 1.610.097 2020 Sérfræðiþjónusta
75. VSÓ Ráðgjöf ehf. 1.550.000 2020 Sérfræðiþjónusta
76. Mr. Graham Marchbank Chartered Town Planner 177.385 2019 Sérfræðiþjónusta

     3.      Hve marga samninga hefur ráðuneytið gert um kaup á ráðgjöf, hvenær voru þeir gerðir, við hverja og til hve langs tíma?
    Með kaupum og sérfræðiþjónustu eða ráðgjafaþjónustu kemst á samningur milli þjónustuveitanda og ráðuneytisins. Um samningsaðila, fjölda samninga og samningstíma vísast til svars við 2. tölul.

     4.      Hvaða fyrirtæki eða einstaklingar hafa þegið verktakagreiðslur frá 1. janúar 2018?
    Greiðslur fyrir utanaðkomandi sérfræðiþjónustu og ráðgjöf eru ætíð í formi verktakagreiðslna og vísast því til svars við 2. tölul.

     5.      Hvaða einstaklingar hafa verið ráðnir í tímabundin verkefni frá 1. janúar 2018? Hvaða verkefni voru þeir ráðnir í og hvaða verkefnum er lokið?
    Eftirtaldir aðilar hafa verið ráðnir tímabundið til verkefna á tímabilinu:
          Steinunn Elna Eyjólfsdóttir vegna átaksverkefnis Stjórnarráðsins vegna innleiðingar EES-gerða.
          Steinunn Elna Eyjólfsdóttir vegna átaksverkefnis Stjórnarráðsins vegna innleiðingar EES-gerða.
          Steinar Kaldal vegna vinnu við Hálendisþjóðgarð.
          Snorri Sigurðsson vegna náttúruminjaskrár.
          Hulda Steingrímsdóttur vegna loftslagsstefnu Stjórnarráðsins.
    Öllum framangreindum verkefnum er lokið.