Ferill 866. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 1786  —  866. mál.
Fyrirspurn


til félags- og barnamálaráðherra um átaksverkefni Vinnumálastofnunar.

Frá Bergþóri Ólasyni.


     1.      Hversu mörg fyrirtæki hafa tekið þátt í átaksverkefninu Hefjum störf á vegum Vinnumálastofnunar?
     2.      Hversu margir starfsmenn hafa verið ráðnir vegna átaksverkefnisins?
     3.      Hvað hafa þeir sem hafa verið ráðnir í tengslum við átaksverkefnið verið lengi á atvinnuleysisskrá, flokkað eftir fjölda mánaða sem hver og einn hefur verið skráður þar?


Skriflegt svar óskast.