Ferill 758. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 1837  —  758. mál.




Svar


félags- og barnamálaráðherra við fyrirspurn frá Ágústi Ólafi Ágústssyni um örorkumat og endurhæfingarlífeyri.


     1.      Hversu margir umsækjendur um örorkulífeyri í aldurshópnum 18–20 ára voru fyrir 18 ára aldur með umönnunarmat í flokki 1, 2 eða 3? Svar óskast sundurliðað eftir flokkum.
     2.      Hversu margir þessara umsækjenda fengu ekki metna 75% örorku, sundurliðað eftir flokki umönnunarmats?
    Í töflu 1 kemur fram fjöldi umsækjenda um örorkulífeyri í aldurshópnum 18–20 ára sem höfðu áður verið metnir í umönnunarflokka fyrir 18 ára aldur, skipt eftir umönnunarflokkum og fjölda þeirra sem ekki fengu metna örorku í hverjum flokki fyrir sig.

Tafla 1. Fjöldi umsækjenda um örorkulífeyri eftir fyrri umönnunarflokkum 1, 2 og 3.
Flokkur 1      2 3
Ár Sótti um Fékk ekki Sótti um Fékk ekki Sótti um Fékk ekki
2016 5 1 61 3 72 14
2017 6 3 42 0 63 25
2018 4 1 45 2 87 30
2019 2 0 52 6 64 33
2020 4 0 44 6 63 41

     3.      Hversu stórt hlutfall umsækjenda um örorkumat fékk 75% örorkumat sem:
                  a.      gilti í eitt ár,
                  b.      gilti í tvö ár,
                  c.      gilti í þrjú ár,
                  d.      gilti í fjögur ár,
                  e.      gilti í fimm ár,
                  f.      er varanlegt? Svar óskast sundurliðað eftir árunum 2016–2020.
    Í töflu 2 kemur fram fjöldi og hlutfall umsækjanda sem fengu 75% örorkumat, sundurliðað eftir umbeðnum gildistíma örorkumats í liðum a–f. Gildistími heilla ára er námundun, sem dæmi stendur gildistíminn fyrir tvö ár fyrir öll örorkumöt með gildistíma frá hálfu öðru ári til hálfs þriðja árs.


Tafla 2. Fjöldi og hlutfall sem fékk örorkumat sundurliðað eftir umbeðnum gildistíma.


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


*Í örfáum tilvikum gildir örorkumat lengur en fimm ár en er þó ekki varanlegt og því nær heildarhlutfall í töflunni ekki 100%.

     4.      Hve mörgum umsóknum um endurhæfingarlífeyri var hafnað á grundvelli þess að umsækjandi uppfyllti ekki skilyrði um þriggja ára búsetu á Íslandi áður en umsókn var lögð fram? Svar óskast flokkað eftir árunum 2016–2020 og hversu margir umsækjendur hvert ár voru 18–20 ára, 21–30 ára, 31–40 ára, 41–50 ára, 51–60 ára og 61 árs og eldri.
    Í töflu 3 kemur fram fjöldi umsókna um endurhæfingarlífeyri sem var hafnað á þeim grundvelli að búseta á Íslandi var skemmri en þrjú ár og að umsækjandi var óvinnufær við komu til landsins.

Tafla 3. Fjöldi synjana um endurhæfingarlífeyri vegna skilyrði um þriggja ára búsetu á Íslandi var ekki uppfyllt.
Fjöldi synjaðra umsókna vegna skammrar búsetu (< 3ár) og óvinnufærni við komu til landsins.
Aldur/Ártal 2017 2018 2019 2020
18–20 ára - 1 - -
21–30 ára 6 4 5 6
31–40 ára 1 8 7 8
41–50 ára 1 4 6 1
51–60 ára 1 2 1 -
61+ ára 1 - 2 -
Allir 10 19 21 15

     5.      Hversu margir umsækjendur um endurmat örorku fengu lækkað mat úr 75% örorku í 50%, sundurliðað eftir árunum 2016–2020?
    Í töflu 4 kemur fram fjöldi umsækjenda um endurmat örorku sem fengu lækkað mat úr 75% örorku í 50%, sundurliðað eftir árunum 2016–2020. Ártalið gefur til kynna upphaf gildistíma réttar til örorkustyrks (50% örorku).

Tafla 4. Fjöldi með lækkun á örorkumati úr 75% í 50%.
Ár Fjöldi
2016 6
2017 3
2018 5
2019 6
2020 18

     6.      Hversu margir umsækjendur um endurmat örorku voru færðir úr því að vera með 75% örorku í að örorka var metin minni en 50%, sundurliðað eftir árunum 2016–2020?
    Í töflu 5 kemur fram fjöldi umsækjenda um endurmat örorku sem voru færðir úr því að vera með 75% örorku í að örorka var metin minni en 50%, sundurliðað eftir árunum 2018– 2020. Upplýsingar um þetta liggja ekki fyrir vegna áranna 2016 og 2017. Þá er rétt að benda á að einhverjir neðangreindra eru aftur komnir á örorkulífeyri.

Tafla 5. Fjöldi með endurmat 75% örorku í minna en 50% örorku.
Ár úrskurðar Synjun
2018 2
2019 5
2020 12

    Talnaefni í svörum þessum er tekið saman af Tryggingastofnun ríkisins.