Ferill 840. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 1853  —  840. mál.
Svar


heilbrigðisráðherra við fyrirspurn frá Þorsteini Sæmundssyni um kostnað við ferðir ráðherra innan lands.


     1.      Hver var kostnaður vegna ráðherrabílstjóra, þ.e. laun, launatengd gjöld og annar kostnaður, á árunum 2017–2019?
    Í velferðarráðuneytinu störfuðu tveir bílstjórar. Launakostnaður velferðarráðuneytisins (VEL) vegna ráðherrabílstjóra fyrir árið 2017 var 24.068.546 kr. og fyrir tímabilið 1. janúar 2018 til og með mars 2018 var launakostnaðurinn 6.072.396 kr. Í apríl 2018 fluttust ráðherrabílstjórarnir yfir til Umbru (þá Rekstrarfélag Stjórnarráðsins). Launakostnaður frá apríl 2018 er fenginn úr bókhaldi Umbru. Kostnaður Umbru vegna heilbrigðisráðuneytisins var 11.928.552 kr. frá byrjun apríl 2018 til og með desember 2018 og 18.862.315 kr. á árinu 2019.

     2.      Hver var rekstrarkostnaður ráðherrabíls á árunum 2017–2019? Ef bílar voru fleiri en einn óskast svar sundurliðað.
    Rekstur tveggja ráðherrabifreiða velferðarráðuneytisins færðist til Umbru (þá Rekstrarfélag Stjórnarráðsins) í apríl 2018 og eftir það hefur ráðuneytið ekki verið með bifreið í rekstri sínum. Eftirfarandi kostnaði ásamt afskriftum er skipt niður á ár. Ekki var hægt að skipta öllum kostnaði á milli bifreiða í bókhaldi og var því hluta hans skipt jafnt. Rekstrartölur frá apríl 2018 eru fengnar úr bókhaldi Umbru og er það kostnaður Umbru vegna heilbrigðisráðuneytisins.

Rekstrarkostnaður 2017 (jan.–mars) 2018 (apríl–des.) 2018 2019
Félagsmálaráðherra 2.073.497 435.583
Heilbrigðisráðherra 2.002.529 256.475 2.024.662 3.483.439
4.076.026 692.058 2.024.662 3.483.439

3.     Hver var gistikostnaður vegna ferða ráðherra innan lands á árunum 2017–2019?
    Í ársbyrjun 2019 var fyrrum velferðarráðuneyti (VEL) skipt upp í heilbrigðisráðuneytið (HRN) og félagsmálaráðuneytið. Í velferðarráðuneytinu voru tveir ráðherrar. Í heilbrigðisráðuneytinu sem varð til í ársbyrjun 2019 var dvalarkostnaður ráðherra innan lands með eftirfarandi hætti.

VEL
2017
VEL
2018
HRN
2019
Heilbrigðisráðherra 56.267 33.622 48.770
Félagsmálaráðherra 1.745 109.012

     4.      Hverjar voru dagpeningagreiðslur vegna ferða ráðherra innan lands á árunum 2017– 2019?
    Ekki eru greiddir dagpeningar fyrir ferðir innan lands.

     5.      Hver var annar kostnaður vegna ferða ráðherra innan lands á árunum 2017–2019?
     Sömu forsendur eiga við í þessu svari og gefnar eru upp í svari við 3. tölul. Fargjöld ráðherra voru með eftirfarandi hætti. Ekki var um að ræða annan kostnað vegna ferða innan lands á þessu tímabili.

VEL
2017
VEL
2018
HRN
2019
Heilbrigðisráðherra 394.780 105.819 233.617
Félagsmálaráðherra 134.829 322.044