Ferill 835. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 1884  —  835. mál.
Svar


samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra við fyrirspurn frá Þorsteini Sæmundssyni um kostnað við ferðir ráðherra innan lands.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     1.      Hver var kostnaður vegna ráðherrabílstjóra, þ.e. laun, launatengd gjöld og annar kostnaður, á árunum 2017–2019?
     2.      Hver var rekstrarkostnaður ráðherrabíls á árunum 2017–2019? Ef bílar voru fleiri en einn óskast svar sundurliðað.
     3.      Hver var gistikostnaður vegna ferða ráðherra innan lands á árunum 2017–2019?
     4.      Hverjar voru dagpeningagreiðslur vegna ferða ráðherra innan lands á árunum 2017–2019?
     5.      Hver var annar kostnaður vegna ferða ráðherra innan lands á árunum 2017–2019?
    Svar óskast sundurliðað eftir árum.


    Í apríl 2018 færðist rekstur ráðherrabifreiða og starfssamband við ráðherrabílstjóra frá ráðuneytinu til þjónustumiðstöðvar Stjórnarráðsins, Umbru. Svarið tekur mið af kostnaði ráðuneytisins fram að þeim tíma. Þá ber að nefna að rekstur samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis og dómsmálaráðuneytis var sameiginlegur í innanríkisráðuneytinu árið 2017. Tekið hefur verið tillit til þess í tölum ársins 2017 þannig að kostnaður tekur eingöngu til bílstjóra og bifreiðar samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.
    Rekstrarkostnaður bifreiða er settur fram að viðbættum afskriftum.

2018 2017
Kostnaður vegna bílstjóra 3.043.355 9.803.247
Rekstrarkostnaður bifreiðar 802.369 3.046.911

    Upplýsingar í eftirfarandi töflu taka til kostnaðar vegna ferða ráðherra innan lands. Eins og að framan greinir var rekstur samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis og dómsmálaráðuneytis sameiginlegur í innanríkisráðuneytinu árið 2017. Tekið hefur verið tillit til þess í tölum ársins 2017 þannig að kostnaður tekur eingöngu til samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Inni í tölum um annan kostnað eru fargjöld í innanlandsflugi.

2019 2018 2017
Gistikostnaður 194.095 145.299 392.362
Innlendir dagpeningar 39.667
Annar kostnaður 305.970 283.920 498.520