Ferill 194. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 195  —  194. mál.




Fyrirspurn


til umhverfis- og auðlindaráðherra um aðgengi hreyfihamlaðra að sund- og baðstöðum.

Frá Vilhjálmi Árnasyni.


     1.      Hvaða fyrirmæli í lögum og reglum gilda um aðgengi hreyfihamlaðra að sund- og baðstöðum og baðstöðum í náttúrunni? Hvernig er þeim fyrirmælum framfylgt?
     2.      Hvaða staðir teljast vera baðstaðir í náttúrunni?
     3.      Hvaða staðir teljast til sund- og baðstaða?
     4.      Er heimilt að veita undanþágur um aðgengi hreyfihamlaðra að sund- og baðstöðum eða baðstöðum í náttúrunni? Ef svo er, á hvaða grundvelli hvílir sú heimild?
     5.      Í hversu mörgum tilfellum á síðastliðnum fimm árum hafa heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga gefið sund- og baðstöðum og baðstöðum í náttúrunni frest til úrbóta varðandi aðgengi hreyfihamlaðra? Hvernig er eftirliti Umhverfisstofnunar í því sambandi háttað gagnvart heilbrigðiseftirliti sveitarfélaga?
     6.      Er útgáfa starfsleyfa tengd aðgengi hreyfihamlaðra að sund- og baðstöðum og baðstöðum í náttúrunni?


Skriflegt svar óskast.