Ferill 26. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


152. löggjafarþing 2021–2022.
Þingskjal 26  —  26. mál.




Fyrirspurn


til forsætisráðherra um endurskipulagningu fjármálakerfisins.

Frá Ásthildi Lóu Þórsdóttur.


     1.      Hvaða skref hefur ráðherranefnd um efnahagsmál og endurskipulagningu fjármálakerfisins tekið í átt að endurskipulagningu fjármálakerfisins?
     2.      Við hverja hyggst ráðherranefndin leita samráðs um framtíðarskipulag fjármálakerfisins og framtíðarfyrirkomulag peningamála?
     3.      Hvenær má búast við því að ráðist verði í endurskipulagningu fjármálakerfisins?
     4.      Hver er framtíðarsýn ríkisstjórnarinnar um skipulag fjármálakerfisins?
     5.      Hver er framtíðarsýn ríkisstjórnarinnar um fyrirkomulag peningamála?


Skriflegt svar óskast.