Ferill 108. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


152. löggjafarþing 2021–2022.
Þingskjal 108  —  108. mál.
Fyrirspurn


til heilbrigðisráðherra um fjölda innlagna á Landspítala vegna valaðgerða.

Frá Önnu Kolbrúnu Árnadóttur.


    Hversu margir einstaklingar lögðust inn á Landspítala árið 2019 og 2020 og það sem af er ári 2021 vegna valaðgerða á einkareknum stofum:
     a.      vegna mjaðmaaðgerða,
     b.      vegna hnéaðgerða,
     c.      vegna aðgerða á öxl,
     d.      vegna annarra tiltekinna valaðgerða?


Skriflegt svar óskast.