Ferill 125. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


152. löggjafarþing 2021–2022.
Þingskjal 127  —  125. mál.
Fyrirspurn


til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um ferli skýrslugerðar um eignarhald 20 stærstu útgerðarfélaga landsins í íslensku atvinnulífi.

Frá Hönnu Katrínu Friðriksson.


     1.      Hvað lá að baki þeirri ákvörðun að fella út upplýsingar um fjárfestingar hvers útgerðarfélags og tengdra félaga, sem finna mátti í skýrsludrögum sem ríkisskattstjóri sendi atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu í júlí sl., úr skýrslu um eignarhald 20 stærstu útgerðarfélaga landsins í íslensku atvinnulífi áður en hún var lögð fyrir Alþingi (sbr. 423. mál 151. löggjafarþings)? Hvers vegna skilaði þáverandi ráðherra skýrslunni í þeirri mynd enda þótt í greinargerð skýrslubeiðninnar væri tekið fram að mikilvægt væri að taka saman upplýsingar um eignarhluti 20 stærstu útgerðarfélaganna og tengdra aðila í óskyldum atvinnurekstri með greiningu á fjárfestingum þeirra?
     2.      Á grundvelli hvaða ráðgjafar taldi þáverandi ráðherra sér óheimilt að birta hluta umbeðinna upplýsinga? Er ráðherra sammála því mati?
     3.      Hvað skýrir hinar miklu tafir sem urðu á birtingu skýrslunnar frá því að samþykkt var að afmarka frekar tímamörk skýrslubeiðninnar?


Skriflegt svar óskast.