Ferill 126. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


152. löggjafarþing 2021–2022.
Þingskjal 128  —  126. mál.
Fyrirspurn


til félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra um tekjutryggingu almannatrygginga.

Frá Birni Leví Gunnarssyni.


     1.      Hverjar hafa meðaltekjur ellilífeyrisþega verið á hverju ári síðan lög nr. 116/2016 tóku gildi?
     2.      Hverjar hefðu meðaltekjur ellilífeyrisþega verið á hverju ári síðan lögin tóku gildi ef sérstakt frítekjumark hefði átt við um greiðslur úr lífeyrissjóði?
     3.      Hversu miklu munar á greiðslum til ellilífeyrisþega í heild á hverju ári síðan lögin tóku gildi?
     4.      Hvaða heimild hefur Tryggingastofnun til þess að telja ekki greiðslur úr skyldubundnum atvinnutengdum lífeyrissjóðum sem atvinnutekjur og láta þær því falla utan sérstaka frítekjumarksins vegna atvinnutekna? Er það vegna fyrirmæla frá ráðuneytinu?


Skriflegt svar óskast.