Ferill 193. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


152. löggjafarþing 2021–2022.
Þingskjal 201  —  193. mál.
Fyrirspurn


til félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra um úrvinnslu úrbótatillagna í skýrslu Ríkisendurskoðunar um Tryggingastofnun ríkisins og stöðu almannatrygginga.

Frá Halldóru Mogensen.


     1.      Hvernig miðar úrvinnslu úrbótatillagna sem komu fram í skýrslu Ríkisendurskoðunar frá ágúst 2020, um Tryggingastofnun ríkisins og stöðu almannatrygginga? Svar óskast sundurliðað eftir úrbótatillögum skýrslunnar, sjö talsins, greint í einstaka verkþætti, þar sem lýst verði árangri, áföngum og ábyrgðaraðilum hvers verkþáttar.
     2.      Hvaða úrbætur hyggst ráðherra ráðast í, aðrar en lagðar eru til í skýrslunni, er varða starfsemi Tryggingastofnunar ríkisins til að bæta þjónustu hennar við viðskiptavini sína á kjörtímabilinu?


Skriflegt svar óskast.