Ferill 1. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


152. löggjafarþing 2021–2022.
Þingskjal 238  —  1. mál.
2. umræða.Breytingartillaga


við frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2022.

Frá 2. minni hluta fjárlaganefndar (EÁ).


    Við 6. gr.
     a.      Liður 5.1 falli brott.
     b.      Liður 5.2 falli brott.
     c.      Liður 7.10 falli brott.

Greinargerð.

    Lagt er til að brott falli liður 5.1 um heimild til sölu á eignarhlut í Íslandsbanka hf. og liður 5.2 um heimild til sölu á eignarhlut ríkisins í Landsbankanum umfram 70% af heildarhlutafé bankans. Bankarnir eru með verðmætustu eignum ríkissjóðs og mikilvægt er að Alþingi greiði atkvæði um hvort þeir skuli seldir.
    Einnig er lagt til að liður 7.10 um heimild til sölu á ferjunni Herjólfi III falli brott. Sveitarfélög á Vestfjörðum og Vesturlandi hafa kallað eftir því að Herjólfur verði notaður í ferjusiglingar á Breiðafirði til að leysa af gamla Baldur sem uppfyllir ekki nútímakröfur um öryggi og annar ekki eftirspurn.