Ferill 3. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


152. löggjafarþing 2021–2022.
Þingskjal 257  —  3. mál.
3. umræða.



Breytingartillaga


við frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna fjárlaga fyrir árið 2022.

Frá Gunnhildi Fríðu Hallgrímsdóttur.


    Í stað „12,05 kr.“, „10,50 kr.“, „14,80 kr.“ og „13,15 kr.“ í 1. gr. komi: 24,45 kr.; 21,30 kr.; 30,00 kr.; og 26,75 kr.

Greinargerð.

    Lagt er til að í stað þeirrar 2,5% uppfærslu sem lögð er til á kolefnisgjaldi í frumvarpinu verði kolefnisgjaldið fyrst uppfært með tilliti til verðlagsþróunar sl. árs, eða um 4%. Að því loknu verði kolefnisgjaldið tvöfaldað, í samræmi við tillögur Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sem hefur lagt til að Ísland þurfi að tvö- eða þrefalda kolefnisgjald sitt svo að það skili tilætluðum árangri í baráttunni gegn losun gróðurhúsalofttegunda í samræmi við Parísarsamkomulagið. Rannsóknir benda til þess að í löndum þar sem kolefnisgjöldum er beitt hafi þau ekki neikvæð efnahagsleg áhrif, en mikilvægt er að slík gjaldtaka skili sér þá í auknum mæli í græn verkefni og útgreiðslur í þágu réttlátra umskipta, enda er tilgangur kolefnisskatta ekki að vera fastur tekjustofn ríkisins heldur að vera verkfæri í baráttunni gegn loftslagsbreytingum.