Ferill 237. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


152. löggjafarþing 2021–2022.
Þingskjal 337  —  237. mál.




Fyrirspurn


til ráðherra norrænna samstarfsmála um viðurkenningu sjúkdómsgreininga yfir landamæri.

Frá Andrési Inga Jónssyni.


     1.      Telur ráðherra það vera í samræmi við markmið um afnám landamærahindrana að fólk sem flytur til Íslands frá öðrum Norðurlöndum geti ekki sótt sér lyf eða þjónustu á grundvelli greininga og skírteina sem gefin eru út í viðkomandi ríki, svo sem ADHD-greiningar þar sem biðlistar eftir læknisþjónustu er langir hér á landi?
     2.      Eru greiningar á sjúkdómum, röskunum eða öðrum vanda sem gerðar eru annars staðar á Norðurlöndunum viðurkenndar þvert yfir landamæri?


Skriflegt svar óskast.