Ferill 274. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


152. löggjafarþing 2021–2022.
Þingskjal 383  —  274. mál.




Fyrirspurn


til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um aflaheimildir.

Frá Ingu Sæland.


     1.      Til hvaða útgerða og á hvaða báta fara þau 1.472 tonn af þorskkvóta sem áætlað er að fari til skel- og rækjubóta, sbr. reglugerð nr. 920/2021?
     2.      Er fyrirhugað að draga úr skel- og rækjubótum á næstu árum?
     3.      Hvað fá aðilar sem hafa þegar yfir miklu aflamarki að ráða, eða umfram eitt þúsund þorskígildistonn, miklum aflaheimildum úthlutað skv. 3. mgr. 8. gr. laga nr. 116/2006? Óskað er eftir sundurliðun þar sem fram kemur magn, útgerðir og forsendur úthlutunar, svo sem almennur byggðakvóti, byggðakvóti Byggðastofnunar, skel- og rækjubætur, línuívilnun og frístundaveiðar.
     4.      Hvert var meðaltal virðisstuðuls í skiptum á loðnu fyrir þorsk í niðurstöðum tilboðsmarkaðar Fiskistofu á ári hverju árin 2015–2021?
     5.      Hvaða veiðiheimildir fá íslensk skip í skiptum fyrir þau 2.320 tonn af þorski sem úthlutað er til erlendra þjóða til veiða á Íslandsmiðum?
     6.      Hver hefur þróun þorskveiðiheimilda erlendra ríkja í íslenskri fiskveiðilandhelgi verið undanfarin 15 ár?
     7.      Hvað áætlar Fiskistofa að sé umfang ólöglegs brottkasts við Íslandsmið á ári hverju? Hefur drónaeftirlit Fiskistofu leitt til endurskoðunar á því mati?
     8.      Rannsakar Fiskistofa útbúnað skipa til að athuga hvort skipin séu með búnað sem megi nýta til að fela ummerki brottkasts?


Skriflegt svar óskast.