Ferill 325. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


152. löggjafarþing 2021–2022.
Þingskjal 460  —  325. mál.




Fyrirspurn


til fjármála- og efnahagsráðherra um viðbrögð við efnahagsástandinu.

Frá Kristrúnu Frostadóttur.


     1.      Lá fyrir aðgerðaáætlun í ráðuneytinu um viðbrögð við miklum kostnaðarhækkunum í hagkerfinu og á húsnæðismarkaði vegna COVID-19 í ljósi skýrra merkja um verðþrýsting?
     2.      Fylgist ráðuneytið með áhrifum hraðra vaxtabreytinga á greiðslubyrði fólks í viðkvæmri stöðu og ungs fólks? Ef svo er, hvaða greiningarvinna liggur þar að baki?
     3.      Hvernig ætlar ríkisstjórnin að bregðast við til skamms tíma til þess að létta undir með því fólki sem verðbólgan og afleiðingar hennar bitna hvað verst á?
     4.      Hvaða aðgerðir hefur ríkisstjórnin í burðarliðnum til þess að auka framboð á húsnæði í landinu?