Ferill 328. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


152. löggjafarþing 2021–2022.
Þingskjal 621  —  328. mál.




Svar


félags- og vinnumarkaðsráðherra við fyrirspurn frá Ingu Sæland um starfshóp um hagsmunafulltrúa eldra fólks.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     Hefur ráðherra stofnað starfshóp á grundvelli ályktunar Alþingis frá 13. júní sl. þess efnis að stofna skuli starfshóp sem semji frumvarp til laga um embætti hagsmunafulltrúa eldra fólks? Ef svo er, hvenær var starfshópurinn stofnaður, hverjir eiga sæti í honum og hvenær má vænta þess að starfshópurinn skili drögum að frumvarpi til ráðherra?

    Starfshópurinn hefur ekki verið skipaður en óskað hefur verið eftir tilnefningum í hópinn. Gert er ráð fyrir að starfshópurinn verði skipaður fulltrúum frá félags- og vinnumarkaðsráðuneyti, heilbrigðisráðuneyti, Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Alzheimersamtökunum og Landssambandi eldri borgara. Formaður hópsins verður skipaður af félags- og vinnumarkaðsráðherra án tilnefningar. Gert er ráð fyrir að starfshópurinn skili ráðherra lokatillögum sínum í september 2022.