Ferill 443. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


152. löggjafarþing 2021–2022.
Þingskjal 636  —  443. mál.
Fyrirspurn


til félags- og vinnumarkaðsráðherra um skerðingar lífeyristekna vegna útgreiðslu séreignarsparnaðar.

Frá Jóhanni Páli Jóhannssyni.


     1.      Hve margir örorku- og endurhæfingarlífeyrisþegar urðu fyrir skerðingu greiðslna frá Tryggingastofnun ríkisins vegna útgreiðslu séreignarsparnaðar á tímabilinu 1. apríl til 31. desember 2020 þrátt fyrir að útgreiðsla séreignarsparnaðar á grundvelli ákvæðis til bráðabirgða VIII í lögum nr. 129/1997 ætti skv. 8. mgr. ákvæðisins ekki að hafa áhrif á bætur?
     2.      Hver er heildarfjárhæð krafna um endurgreiðslu sem Tryggingastofnun sendi örorku- og endurhæfingarlífeyrisþegum vegna útgreiðslu séreignarsparnaðar á tímabilinu 1. apríl til 31. desember 2020 við uppgjör stofnunarinnar á tekjutengdum greiðslum ársins 2020?
     3.      Hve margir örorku- og endurhæfingarlífeyrisþegar hafa fengið skerðinguna leiðrétta og endurgreiðslukröfu Tryggingastofnunar fellda niður?
     4.      Hver er heildarfjárhæð leiðréttingar og niðurfellingar á endurgreiðslukröfum sem Tryggingastofnun sendi örorku- og endurhæfingarlífeyrisþegum vegna útgreiðslu séreignarsparnaðar á tímabilinu 1. apríl til 31. desember 2020?
     5.      Hyggst ráðherra tryggja að sú skerðing greiðslna sem örorku- og endurhæfingarlífeyrisþegar urðu fyrir vegna útgreiðslu séreignarsparnaðar, þrátt fyrir 8. mgr. ákvæðis til bráðabirgða VIII í lögum nr. 129/1997, verði leiðrétt að fullu? Ef svo er, hvernig mun ráðherra beita sér fyrir þessu?
     6.      Hvernig hyggst ráðherra koma í veg fyrir sams konar skerðingu greiðslna Tryggingastofnunar vegna útgreiðslu séreignarsparnaðar á árinu 2021?


Skriflegt svar óskast.