Ferill 468. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


152. löggjafarþing 2021–2022.
Þingskjal 675  —  468. mál.




Fyrirspurn


til félags- og vinnumarkaðsráðherra um viðmiðunartímabil fæðingarorlofs.

Frá Ingibjörgu Isaksen.


     1.      Hefur komið til skoðunar hjá ráðherra að breyta viðmiðunartímabili sem liggur til grundvallar greiðslum úr Fæðingarorlofssjóði í ljósi tekjufalls hjá fjölda einstaklinga, m.a. sjálfstætt starfandi foreldra í menningartengdum störfum, ferðaþjónustu og líkamsrækt vegna heimsfaraldurs COVID-19?
     2.      Hefur verið gerð greining á því hve stór hluti umsækjenda um greiðslur úr Fæðingarorlofssjóði hefur orðið fyrir tekjufalli vegna heimsfaraldurs COVID-19? Ef svo er, hver er niðurstaða slíkrar greiningar? Ef ekki, hyggst ráðherra láta framkvæma slíka greiningu?


Skriflegt svar óskast.