Ferill 522. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


152. löggjafarþing 2021–2022.
Þingskjal 749  —  522. mál.




Fyrirspurn


til félags- og vinnumarkaðsráðherra um húsmæðraorlof.

Frá Birni Leví Gunnarssyni.


     1.      Hvert er markmiðið með lögum um orlof húsmæðra, nr. 53/1972? Telur ráðherra það markmið eiga jafn vel við nú eins og þegar lögin voru sett?
     2.      Hversu margar konur hafa átt rétt á húsmæðraorlofi í hverju sveitarfélagi á hverju ári sl. 10 ár?
     3.      Hversu margar konur hafa nýtt sér rétt til húsmæðraorlofs í hverju sveitarfélagi á hverju ári sl. 10 ár?
     4.      Hver hefur kostnaður hvers sveitarfélags vegna orlofs húsmæðra verið á hverju ári sl. 10 ár?
     5.      Hvernig hefur kostnaður skipst milli húsmæðra eftir félagslegri stöðu, sbr. 2. mgr. 6. gr. laganna, á hverju ári sl. 10 ár?


Skriflegt svar óskast.