Ferill 603. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


152. löggjafarþing 2021–2022.
Þingskjal 846  —  603. mál.
Fyrirspurn


til heilbrigðisráðherra um meðferðarúrræði fyrir börn.

Frá Hildu Jönu Gísladóttur.


     1.      Hver er nýting og gagnsemi nýrrar afeitrunardeildar fyrir börn sem var opnuð á Landspítala í júní 2020?
     2.      Hvaða þjónusta stendur til boða fyrir þau börn sem áður nýttu SÁÁ?
     3.      Í þeim tilvikum þegar MST-meðferð (meðferðarúrræði á heimili barns) hentar ekki, eru þá önnur úrræði fullnægjandi að mati heilbrigðisyfirvalda og er framboðið nægilegt?


Skriflegt svar óskast.