Ferill 613. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


152. löggjafarþing 2021–2022.
Þingskjal 859  —  613. mál.




Fyrirspurn


til félags- og vinnumarkaðsráðherra um greiðslur til foreldra langveikra eða alvarlega fatlaðra barna.

Frá Gísla Rafni Ólafssyni.


     1.      Hvernig miðar vinnu ráðuneytisins við markmið sem kemur fram á bls. 35 í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar frá 2021 um að sett verði í forgang að bæta stöðu langveikra og alvarlega fatlaðra barna og fölskyldna þeirra með nýju fyrirkomulagi umönnunarstyrks og umönnunargreiðslna?
     2.      Hefur verið stefnt að því að heimila foreldrum langveikra eða alvarlega fatlaðra barna að vera að hluta í námi eða vinnu án þess að greiðslur til þeirra skerðist?
     3.      Verður frítekjumark skv. 2. mgr. 22. gr. laga nr. 22/2006, um greiðslur til foreldra langveikra eða alvarlega fatlaðra barna, hækkað svo að foreldrar geti sinnt námi eða vinnu að hluta?


Skriflegt svar óskast.