Ferill 629. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


152. löggjafarþing 2021–2022.
Þingskjal 881  —  629. mál.




Fyrirspurn


til dómsmálaráðherra um störf mannanafnanefndar.

Frá Lilju Rannveigu Sigurgeirsdóttur.


     1.      Eru fordæmi fyrir því að eiginnafn hafi unnið sér hefð í íslensku máli á þann hátt að nægilega margir hafi borið nafnið þó að það hafi ekki hlotið samþykki mannanafnanefndar? Ef ekki, væri slík hefð möguleg?
     2.      Hvað liggur til grundvallar í mati nefndarinnar þegar nafn eða hluti af nafni telst hafa áunnið sér hefð?
     3.      Hver eru viðmið mannanafnanefndar þegar hún tekur til skoðunar nafn sem ekki hefur verið samþykkt og ekki unnið sér hefð en er þó með endingu sem mörg fordæmi eru fyrir?


Skriflegt svar óskast.