Ferill 274. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


152. löggjafarþing 2021–2022.
Þingskjal 907  —  274. mál.
Svar
matvælaráðherra við fyrirspurn Ingu Sæland um aflaheimildir.


     1.      Til hvaða útgerða og á hvaða báta fara þau 1.472 tonn af þorskkvóta sem áætlað er að fari til skel- og rækjubóta, sbr. reglugerð nr. 920/2021?
    Samkvæmt reglugerð nr. 920/2021, um sérstaka úthlutun til skel- og rækjubáta, er alls 1.237 þorskígildistonnum úthlutað af þorski sem samsvarar 1.472 tonnum miðað við magn upp úr sjó. Ráðuneytið leitaði til Fiskistofu varðandi sundurliðun úthlutunar sem sjá má í töflu 1.

Tafla 1. Yfirlit um sérstaka úthlutun til skel- og rækjubóta í þorski (kg í þorskígildum).
Eigandi Skr.nr. Skip Svæði Summa af þorski
Ásver ehf 6933 Húni HU 62 Húnaflóarækja 9.881
ÁVM útgerð ehf 1859 Sundhani ST 3 Húnaflóarækja 3.095
BBH útgerð ehf. 1126 Harpa HU 4 Húnaflóarækja 4.447
Eyrarhóll ehf. 2150 Árni á Eyri ÞH 205 Rækja í Skjálfanda 15.578
FISK-Seafood ehf. 1833 Málmey SK 1 Húnaflóarækja 18.649
Húnaflóaskel 5.508
2749 Farsæll SH 30 Breiðafjarðarskel 105.228
Skagafjarðarrækja 25.538
Frosti ehf 2433 Frosti ÞH 229 Arnarfjarðarrækja 7.789
Arnarfjarðarskel 467
Eldeyjarrækja 1.181
Geir ehf. 2408 Geir ÞH 150 Öxarfjarðarrækja 33.549
GRG útgerð ehf 2207 Kristbjörg ST 39 Húnaflóarækja 7.405
Hafborg ehf. 2940 Hafborg EA 152 Skel í Hvalfirði 16.023
Hafvík ehf 2437 Hafbjörg ST 77 Húnaflóarækja 6.171
Hólmsteinn Helgason ehf 2661 Kristinn ÞH 163 Öxarfjarðarrækja 67.099
Hraðfrystihúsið – Gunnvör hf. 1977 Júlíus Geirmundsson ÍS 270 Rækja í Djúpi 41.489
Ís 47 ehf 1968 Aldan ÍS 47 Rækja í Skjálfanda 15.578
Skagafjarðarrækja 12.769
Jakob Valgeir ehf. 2919 Sirrý ÍS 36 Arnarfjarðarskel 467
Rækja í Djúpi 3.129
Lundhöfði ehf. 1876 Hafborg SK 54 Skagafjarðarrækja 31.922
Mardöll ehf 1436 Jón Hákon BA 61 Arnarfjarðarrækja 23.368
Arnarfjarðarskel 467
Máni ÁR70 ehf 1887 Máni II ÁR 7 Skagafjarðarrækja 25.538
Mýrarholt ehf. 2313 Ásdís ÍS 2 Rækja í Djúpi 10.993
Nesfiskur ehf. 2430 Benni Sæm GK 26 Eldeyjarrækja 5.906
Húnaflóarækja 8.794
Húnaflóaskel 4.131
Saltver ehf. 233 Erling KE 140 Eldeyjarrækja 3.544
SE ehf. 2340 Egill ÍS 77 Arnarfjarðarrækja 62.313
Arnarfjarðarskel 3.272
SJ útgerð ehf 2183 Ólafur Magnússon HU 54 Húnaflóarækja 8.695
ST 2 ehf 741 Grímsey ST 2 Húnaflóarækja 6.797
Tjaldtangi ehf. 1403 Halldór Sigurðsson ÍS 14 Rækja í Breiðafirði 9.347
Rækja í Djúpi 24.506
Uggi fiskverkun ehf 1979 Haförn ÞH 26 Rækja í Skjálfanda 15.578
Útgerðarfélagið Djúpavík ehf. 1184 Dagrún HU 121 Húnaflóarækja 4.348
Húnaflóaskel 1.377
Útgerðarfélagið Þytur ehf 6988 Þytur SK 8 Skagafjarðarrækja 6.384
Vestri ehf. 182 Vestri BA 63 Húnaflóarækja 4.329
Vík ehf útgerð 530 Hafrún HU 12 Húnaflóarækja 16.200
Þorbjörn hf. 1401 Hrafn GK 111 Eldeyjarrækja 1.181
2354 Valdimar GK 195 Eldeyjarrækja 3.544
Þórsnes ehf. 2936 Þórsnes SH 109 Breiðafjarðarskel 508.338
Húnaflóaskel 11.016
Önundur ehf. 926 Þorsteinn ÞH 115 Öxarfjarðarrækja 33.549
Heildarsumma 1.236.477

     2.      Er fyrirhugað að draga úr skel- og rækjubótum á næstu árum?
    Matvælaráðherra kynnti á samráðsgátt stjórnvalda áherslur og verklag við stefnumótun á sviði matvæla sem lýsir áherslum og fyrirhuguðu verklagi matvælaráðherra við stefnumótun á sviði matvæla á kjörtímabili ríkisstjórnar Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs. Gert er ráð fyrir að þingsályktunartillaga að matvælastefnu verði síðan lögð fyrir Alþingi og að matvælastefnan verði leiðarstef í matvælaframleiðslu á Íslandi, hvort heldur sem er í landbúnaði, sjávarútvegi eða fiskeldi. Því er mögulegt er að vinna við matvælastefnu muni á síðari stigum fela í sér skoðun á skel- og rækjubótum í samhengi við matvælastefnu og nánar tiltekin verkefni fjögurra starfshópa sem munu fjalla um samfélag, aðgengi, umgengni og tækifæri í sjávarútvegi. Hins vegar er á þessu stigi ekki hægt að segja til um hvort slíkt muni fela í sér breytingar á ráðstöfun skel- og rækjubóta þar sem vinna við nánari skoðun hefur ekki farið fram.

     3.      Hvað fá aðilar sem hafa þegar yfir miklu aflamarki að ráða, eða umfram eitt þúsund þorskígildistonn, miklum aflaheimildum úthlutað skv. 3. mgr. 8. gr. laga nr. 116/2006? Óskað er eftir sundurliðun þar sem fram kemur magn, útgerðir og forsendur úthlutunar, svo sem almennur byggðakvóti, byggðakvóti Byggðastofnunar, skel- og rækjubætur, línuívilnun og frístundaveiðar.
    Ráðuneytið leitaði til Fiskistofu varðandi þær upplýsingar sem óskað er eftir í fyrirspurninni og í töflu 2 er að finna sundurliðun á umbeðnum upplýsingum fyrir fiskveiðiárið 2020/2021.
Tafla 2. Yfirlit um úthlutun aflamarks og sérstaka úthlutun fiskveiðiárið 2020/2021 (tonn í þorskígildum).
Regluleg úthlutun Sérstök úthlutun


Útgerð


Heimili


Póstfang


Aflamark

Almennur byggðakvóti
Sértækur byggðakvóti Byggðastofnunar
Frístundaveiðar

Skel og rækjubætur


Línuívilnun
Sérstök úthlutun samtals Regluleg og sérstök úthlutun samtals
Brim hf. Norðurgarði 1 101 Reykjavík 35.273 0 0 0 0 0 0 35.273
Samherji Ísland ehf. Glerárgötu 30 600 Akureyri 25.801 51 0 0 0 0 51 25.852
FISK-Seafood ehf. Háeyri 1 550 Sauðárkrókur 23.630 33 0 0 233 0 266 23.896
Þorbjörn hf. Hafnargötu 12 240 Grindavík 19.867 0 0 0 8 0 8 19.875
Vísir hf. Pósthólf 30 240 Grindavík 17.609 0 0 0 0 0 0 17.609
Rammi hf. Pósthólf 212 580 Siglufjörður 16.846 203 0 0 0 0 203 17.049
Útgerðarfélag Reykjavíkur hf. Fiskislóð 14 101 Reykjavík 15.379 0 0 0 0 0 0 15.379
Nesfiskur ehf. Gerðavegi 32 250 Garður 14.800 129 430 0 28 0 587 15.387
Vinnslustöðin hf. Hafnargötu 2 900 Vestmannaeyjar 14.358 0 0 0 0 0 0 14.358
Skinney-Þinganes hf. Krossey 780 Höfn 13.987 82 0 0 0 0 82 14.069
Hraðfrystihúsið - Gunnvör hf. Hnífsdalsbryggju 410 Hnífsdalur 11.878 285 751 0 54 0 1.090 12.968
Síldarvinnslan hf. Hafnarbraut 6 740 Neskaupstaður 11.878 16 0 0 0 0 16 11.894
Ísfélag Vestmannaeyja hf. Tangagötu 1 900 Vestmannaeyjar 8.232 58 150 0 0 65 273 8.505
Útgerðarfélag Akureyringa ehf. Glerárgötu 30 600 Akureyri 7.153 0 0 0 0 0 0 7.153
Gjögur hf. Kringlunni 7 103 Reykjavík 6.693 181 0 0 0 0 181 6.874
Jakob Valgeir ehf. Grundarstíg 5 415 Bolungarvík 6.462 10 0 0 6 0 16 6.478
Ögurvík ehf. Norðurgarði 1 101 Reykjavík 5.829 0 0 0 0 0 0 5.829
Bergur-Huginn ehf. Skildingavegi 2 900 Vestmannaeyjar 5.525 0 338 0 0 0 338 5.863
Loðnuvinnslan hf. Skólavegi 59 750 Fáskrúðsfjörður 4.845 0 0 0 0 0 0 4.845
KG Fiskverkun ehf. Melnes 1 360 Hellissandur 4.344 0 0 0 0 0 0 4.344
Hraðfrystihús Hellissands hf Hafnarbakka Rifi 360 Hellissandur 4.119 6 0 0 0 0 6 4.125
Ós ehf. Strandvegi 30 900 Vestmannaeyjar 4.043 0 0 0 0 0 0 4.043
Eskja hf. Leirubakka 4 735 Eskifjörður 4.016 0 0 0 0 0 0 4.016
Guðmundur Runólfsson hf. Sólvöllum 2 350 Grundarfjörður 3.792 71 0 0 0 0 71 3.863
Fiskkaup hf. Fiskislóð 34 101 Reykjavík 3.640 0 0 0 0 0 0 3.640
Frosti ehf. Ægissíðu 25 610 Grenivík 3.593 0 0 0 12 0 12 3.605
Þórsnes ehf. Reitavegi 14 340 Stykkishólmur 3.078 58 150 0 356 16 580 3.658
GPG Seafood ehf. Suðurgarði 640 Húsavík 2.710 90 944 0 0 0 1.034 3.744
Oddi hf. Pósthólf 00002 450 Patreksfjörður 2.651 0 401 0 0 0 401 3.052
Grunnur ehf. Óseyrarbraut 17 220 Hafnarfjörður 2.112 0 0 0 0 0 0 2.112
Stakkavík ehf. Bakkalág 15b 240 Grindavík 1.818 0 0 0 0 183 183 2.001
Háaöxl ehf. Smiðjustíg 2 750 Fáskrúðsfjörður 1.751 76 0 0 0 0 76 1.827
Hjálmar ehf. Skólavegi 59 750 Fáskrúðsfjörður 1.736 0 0 0 0 0 0 1.736
Einhamar Seafood ehf. Verbraut 3a 240 Grindavík 1.721 0 0 0 0 0 0 1.721
Vestri ehf. Aðalstræti 5 450 Patreksfjörður 1.707 0 0 0 6 0 6 1.713
Útgerðarfélagið Vigur ehf. Krossey 780 Höfn 1.687 0 0 0 0 0 0 1.687
Saltver ehf. Hrauntúni 3 230 Keflavík 1.685 0 0 0 6 0 6 1.691
Salting ehf. Grófinni 1 101 Reykjavík 1.578 0 0 0 0 0 0 1.578
Bergur ehf. Skildingavegi 2 900 Vestmannaeyjar 1.539 0 0 0 0 0 0 1.539
Kleifar ehf. Verbraut 3a 240 Grindavík 1.471 0 0 0 0 0 0 1.471
Kristinn J Friðþjófsson ehf Háarifi 5 Rifi 360 Hellissandur 1.424 2 0 0 0 0 2 1.426
Þórsberg ehf. Strandgötu 36 460 Tálknafjörður 1.316 0 0 0 0 0 0 1.316
Útnes ehf. Háarifi 67 360 Hellissandur 1.280 2 0 0 0 0 2 1.282
Steinunn hf. Pósthólf 00008 355 Ólafsvík 1.221 3 0 0 0 0 3 1.224
Agustson ehf. Aðalgötu 1 340 Stykkishólmur 1.211 11 0 0 424 0 435 1.646
Norðureyri ehf. Freyjugötu 2 430 Suðureyri 1.209 60 0 0 0 0 60 1.269
Soffanías Cecilsson ehf. Borgarbraut 1 350 Grundarfjörður 1.164 36 0 0 0 0 36 1.200
Hásteinn ehf. Vogatungu 24 270 Mosfellsbær 1.143 12 0 0 0 0 12 1.155
Frár ehf. Hásteinsvegi 49 900 Vestmannaeyjar 1.136 0 0 0 0 0 0 1.136
Valafell ehf. Sandholti 32 355 Ólafsvík 1.072 3 0 0 0 0 3 1.075

     4.      Hvert var meðaltal virðisstuðuls í skiptum á loðnu fyrir þorsk í niðurstöðum tilboðsmarkaðar Fiskistofu á ári hverju árin 2015–2021?
    Ráðuneytið leitaði til Fiskistofu varðandi þær upplýsingar sem óskað er eftir í fyrirspurninni og í töflu 3 er að finna upplýsingar um vegið meðaltal virðisstuðuls tilboða sem var tekið í loðnu fyrir tímabilið 2015 til 2022 ásamt skýringum.

Tafla 3. Yfirlit um virðisstuðul í skiptum fyrir þorsk á tilboðsmarkaði Fiskistofu.
Fiskveiðiár Magn í boði (t) Virðisstuðull Skýringar
2021/2022      36.381      0 ,030 Í síðari skiptimarkaði sem lauk þann 22.3.2022 fengust aðeins 53 kg af þorski fyrir 1.292 tonn af loðnu vegna veiðiheimilda Norðmanna sem flytjast yfir á íslensk skip m.a. vegna þess að verulegar líkur eru á að ekki takist að veiða hluta af útgefnum kvóta fyrir lok vertíðar. Virðisstuðull vegna þessara viðskipta er því 0 ,000041.
2020/2021      3.701     0 ,718      Takmarkað framboð af loðnu hafði áhrif á virðisstuðul.
2019/2020      0      0 ,000 Engar loðnuveiðar
2018/2019          0     0 ,000 Engar loðnuveiðar
2017/2018      9.834 0,197
2016/2017      10.391 1,104
2015/2016      623      0,329 Tekið skal fram að fiskveiðiárið 2015/2016 gátu útgerðir keypt til baka 5 3% frádráttinn af eigin úthlutun í jöfnum skiptum fyrir þorsk í þorskígildum talið sjá 2. mgr. 4. gr. reglugerðar nr. 600/2015 um veiðar í atvinnuskyni fiskveiðiárið 2015/2016. Þetta ár voru 4.693 tonn keypt þannig og aðeins 623 tonn seld á uppboði.
2014/2015      5.750 0,201

     5.      Hvaða veiðiheimildir fá íslensk skip í skiptum fyrir þau 2.320 tonn af þorski sem úthlutað er til erlendra þjóða til veiða á Íslandsmiðum?
    Samkvæmt núgildandi fiskveiðisamningi milli Íslands og Færeyja sem endurnýjaður er árlega mega færeysk skip árlega veiða 5.600 tonn af botnfiski við Ísland, þar af að hámarki 2.400 tonn af þorski og allt að 400 tonn af keilu. Þessar botnfiskheimildir Færeyinga til fiskveiða við Ísland má rekja aftur til samkomulags frá 20. mars 1976. Í kjölfar bankakreppunnar í Færeyjum í byrjun tíunda áratugarins var samkomulagið síðan víkkað út og því fá færeysk skip nú 5% hlutdeild af útgefnum heildarkvóta í loðnu, en þó ekki meiri en 30.000 tonn.
    Milli ríkjanna er samkomulag um gagnkvæman aðgang til að veiða á kolmunna og norskíslenskri síld úr eigin kvótum innan lögsögu hvors ríkis fyrir sig. Við veiðar á norsk-íslenskri síld innan færeyskrar lögsögu fá íslensk skip 1.300 tonn af makríl sem meðaflaheimild frá Færeyjum.
    Á heildina litið lætur Ísland árlega frá sér umtalverðar aflaheimildir í botnfiski og loðnu til Færeyja í skiptum fyrir aðgang til veiða á eigin kvótum í kolmunna og norsk-íslenskri síld innan færeyskrar lögsögu. Því er ekki um það að ræða að íslensk skip fái beinar veiðiheimildir frá Færeyjum í skiptum fyrir þann fisk sem færeysk skip fá að veiða á Íslandsmiðum.

     6.      Hver hefur þróun þorskveiðiheimilda erlendra ríkja í íslenskri fiskveiðilandhelgi verið undanfarin 15 ár?
    Engar breytingar hafa orðið á þróun þorskveiðiheimilda erlendra ríkja í íslenskri fiskveiðilandhelgi undanfarin 15 ár. Með vísan til svars hér að framan eru það eingöngu Færeyingar sem hafa heimildir til veiða á þorski innan íslenskrar fiskveiðilandhelgi.
    Á vefsíðu Fiskistofu eru aðgengilegar upplýsingar um veiðar erlendra ríkja í íslenskri fiskveiðilandhelgi. Annars vegar eru upplýsingar um afla erlendra skipa úr fjareftirliti Landhelgisgæslunnar fyrir tímabilið 2005–2014 og hins vegar skráningar afla erlendra skipa innan lögsögu í gagnagrunni Fiskistofu. Í töflu 4 er að finna samantekt á veiðum færeyskra, grænlenskra og norskra skipa.
    Afli í botnfiski annarra þjóða en Færeyinga á Íslandsmiðum er tilkominn vegna meðafla. Í framangreindum gögnum fyrir árið 2006 er jafnframt skráður afli á skipum frá Bretlandi og Þýskalandi sem er tilkominn vegna þágildandi tvíhliða samnings við Evrópusambandið um veiðar á 3.000 tonnum af karfa.

     7.      Hvað áætlar Fiskistofa að sé umfang ólöglegs brottkasts við Íslandsmið á ári hverju? Hefur drónaeftirlit Fiskistofu leitt til endurskoðunar á því mati?

    Ráðuneytið leitaði til Fiskistofu varðandi svar við þessum lið fyrirspurnarinnar. Í svari Fiskistofu kemur eftirfarandi fram:
    „Í upphafi árs 2021 hóf Fiskistofa eftirlit með brottkasti með drónum. Fram að þeim tíma voru brottkastsmál alla jafna innan við 10 ár ári, eins og sjá má í ársskýrslum Fiskistofu, og brottkast því metið óverulegt. T.d. var einungis eitt brottkastsmál sem uppgötvaðist við eftirlit Fiskistofu á tímabilinu 1. september 2020 fram í miðjan janúar 2021 er drónaeftirlit hófst. Á árinu 2021 voru brottkastsmálin hins vegar um 140 og nánast öll þeirra uppgötvuðust við drónaeftirlit. Brottkast hefur sést hjá um 40% allra báta sem flogið hefur verið yfir á dróna. Er það óháð tegund veiðafæra en þess ber að geta að lítill hluti fluga hefur verið frá varðskipi þar sem fylgst er með stærri bátum fjarri landi. Verið er að leita tölfræðilegra aðferða til að magnmeta brottkast út frá þeim gögnum sem safnað hefur verið við drónaeftirlit Fiskistofu. En brottkast hefur mælst allt upp í 27% af heildarafla eins báts í stakri veiðiferð.
    Fiskistofa metur, eftir þetta fyrsta ár í drónaeftirliti, að umfang ólöglegs brottkast við Íslandsmið sé allnokkurt og mun meira en áður hefur verið talið. Hins vegar þarf að vinna betur úr þeim gögnum sem safnast hafa og endurbæta skráningar til að auðvelda tölfræðigreiningar til að geta metið umfangið nákvæmar. Sú vinna stendur nú yfir.“

     8.      Rannsakar Fiskistofa útbúnað skipa til að athuga hvort skipin séu með búnað sem megi nýta til að fela ummerki brottkasts?
    Þar sem Fiskistofa fer með framkvæmd þess eftirlits sem spurningin varðar þá leitaði ráðuneytið svara hjá stofnuninni. Í svari Fiskistofu segir:
    „Eftirlitsmenn hafa augun opin í eftirliti sínu fyrir búnaði sem nýta megi til að fela ummerki brottkasts. Fiskistofa hefur hins vegar ekki heimildir til að banna slíkan búnað eða t.d. opna brunna sem vart verður við. En eftirlitsmenn benda á slíkan búnað eða opna brunna í eftirliti og óska eftir úrbótum ásamt því að Fiskistofa sendir leiðbeiningarbréf þar sem bann við brottkasti er áréttað og óskað eftir að brunnum verði lokað eða búnaður fjarlægður. Lengra ná heimildir Fiskistofu ekki.
    Einnig hefur sést við drónaeftirliti búnaður s.s. rennur o.fl. til að auðvelda brottkast og hefur sá búnaður sést í notkun. En það sama á við og áður, Fiskistofa getur sent leiðbeiningabréf og óskað eftir að búnaður verði fjarlægður.“