Ferill 651. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


152. löggjafarþing 2021–2022.
Þingskjal 931  —  651. mál.
Fyrirspurn


til forsætisráðherra um Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands.

Frá Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur.

    Telur ráðherra Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hafa lagaheimildir til að rannsaka starfsemi Bankasýslu ríkisins og embættisfærslu fjármála- og efnahagsráðherra sem fer með málefni Fjármálaeftirlitsins, sbr. 15. gr. laga um Seðlabanka Íslands, nr. 92/2019? Ef svo er, hverjar eru þær heimildir?


Skriflegt svar óskast.