Ferill 657. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


152. löggjafarþing 2021–2022.
Þingskjal 947  —  657. mál.
Fyrirspurn


til heilbrigðisráðherra um biðlista eftir ADHD-greiningu.

Frá Ernu Bjarnadóttur.


     1.      Hversu margir eru á biðlista hjá nýju ADHD-geðheilsuteymi heilsugæslunnar?
     2.      Hversu langur er biðtíminn eftir greiningu á ADHD?
     3.      Hvað er áætlað að taka langan tíma í að vinna upp þessa biðlista?
     4.      Hver er ásættanlegur biðtími eftir viðeigandi meðferð við ADHD að mati ráðherra?


Skriflegt svar óskast.