Ferill 696. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


152. löggjafarþing 2021–2022.
Þingskjal 1044  —  696. mál.




Fyrirspurn


til heilbrigðisráðherra um notkun geðlyfja.

Frá Evu Sjöfn Helgadóttur.


     1.      Hversu margir einstaklingar sem lögheimili eiga hér á landi nota geðlyf, bæði ávanabindandi og geðlyf sem ekki eru ávanabindandi? Óskað er upplýsingum um sl. 10 ár, skipt eftir lyfjaflokkum (þunglyndislyfjum, kvíðalyfjum, svefnlyfjum, og örvandi lyfjum), kyni, aldri og landshluta.
     2.      Hversu lengi hafa viðkomandi einstaklingar notað slík lyf að meðaltali? Óskað er eftir sundurliðun eftir lyfjaflokkum, kyni, aldri og landshluta.


Skriflegt svar óskast.