Ferill 703. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


152. löggjafarþing 2021–2022.
Þingskjal 1060  —  703. mál.




Fyrirspurn


til heilbrigðisráðherra um viðurkenningu á heilbrigðismenntun sem aflað hefur verið í öðru landi.

Frá Helgu Völu Helgadóttur.


     1.      Hversu langan tíma tekur mat á því hvort einstaklingur uppfylli skilyrði til að starfa í starfsgreinum í heilbrigðiskerfinu hér á landi, sem til þarf leyfi, löggildingu eða aðra jafngilda viðurkenningu, á grundvelli faglegrar menntunar og hæfis sem hann hefur aflað sér í öðru landi, sbr. 2. gr. laga nr. 26/2010?
     2.      Hyggst ráðherra beita sér fyrir því að slík viðurkenning taki skemmri tíma en nú til þess að draga úr mönnunarvanda í heilbrigðiskerfinu?


Skriflegt svar óskast.



Greinargerð.

    Mat á námi í heilbrigðisgreinum heyrir undir embætti landlæknis á grundvelli laga nr. 26/2010, um viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi til starfa hér á landi, sbr. svar mennta- og barnamálaráðherra á þskj. 880 á yfirstandandi þingi og er fyrirspurninni því nú vísað til heilbrigðisráðherra.