Ferill 375. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


152. löggjafarþing 2021–2022.
Þingskjal 1129  —  375. mál.




Svar


umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra við fyrirspurn frá Ásthildi Lóu Þórsdóttur um raforku.


     1.      Hve mikið jarðefnaeldsneyti var nýtt til raforkuframleiðslu og kyndingar á Íslandi ár hvert 2017–2021? Hvernig skiptist sú notkun eftir landshlutum?
    Eftirfarandi tafla sýnir jarðefnaeldsneytisnotkun vegna kyndingar og raforkuframleiðslu á árunum 2017–2021. Gögn um olíunotkun vegna kyndingar eru fengnar frá fjarvarmaveitum sem og einstökum notendum sem fá niðurgreiðslu vegna olíukyndingar. Ekki liggja fyrir gögn fyrir árið 2021. Gögn um olíunotkun vegna raforkuframleiðslu eru byggð á magni raforku framleiddu með eldsneyti og eru bakreiknuð með stuðlinum 3,4 kWst/L.

2017 2018 2019 2020 2021
KYNDING
RARIK 28.833 52.548 32.087 30.829
Orkubú Vestfjarða 144.235 322.235 300.353 329.529
HS Veitur 1.675.000 135.000 123.250 122.200
Stakir notendur 116.560 119.310 90.000 82.000
Samtals kynding 1.964.628 629.093 545.690 564.558
RAFORKUFRAMLEIÐSLA
Austurland 37.231 8.276 19.656 34.281 12.847
Norðurland eystra 244.081 250.442 282.566 266.443 278.203
Norðurland vestra 19.722 7.136 57.596 6.226 8.430
Suðurland 85.642 40.753 10.397 45.587 2.495
Vestfirðir 204.081 229.753 395.119 528.242 375.670
Vesturland 22.584 15.033 17.518 21.260 46.931
Samtals raforkuframleiðsla 613.340 551.393 782.853 902.039 724.576
Heildarframleiðsla 2.577.968 1.180.486 1.328.543 1.466.597 724.576

     2.      Hve mikið var framleitt af raforku á Íslandi með fallvatnsvirkjunum, jarðvarmavirkjunum og öðrum vistvænum orkugjöfum ár hvert á fyrrgreindu tímabili?
    Eftirfarandi tafla sýnir raforkuframleiðslu á Íslandi árin 2017–2021 eftir orkugjafa.

Raforkuframleiðsla GWst 2017 2018 2019 2020 2021
Vatnsafl 14.060 13.815 13.463 13.158 13.805
Jarðvarmi 5.170 6.010 6.018 5.961 5.802
Vindorka 8 4 7 7 6
Eldsneyti 2 2 2 3 2
Samtals 19.239 19.831 19.490 19.129 19.615

     3.      Hver var áætluð raforkuþörf samfélagsins ár hvert á fyrrgreindu tímabili? Hve mikið er áætlað að raforkuþörf aukist ár hvert 2022–2026? Svar óskast sundurliðað eftir raforkuþörf heimila, fyrirtækja, stóriðju og gagnavera.
    Raforkuspá er uppfærð árlega en eftirfarandi tafla sýnir niðurstöðu raforkuspár frá árinu 2015 fyrir tímabilið 2017–2021.

Ár 2017 2018 2019 2020 2021
GWst 19.685 20.112 20.218 20.278 20.342

    Eftirfarandi tafla sýnir raforkuþörf í GWst eftir notkunarflokkum samkvæmt raforkuspá 2021–2060.

GWst 2022 2023 2024 2025 2026
Heimili 907 934 960 990 1.012
Landbúnaður 240 237 234 230 225
Iðnaður 804 806 811 816 822
Þjónusta 2.415 2.620 2.677 2.716 2.747
Veitur 774 782 791 799 806
Fiskveiðar 90 93 98 98 100
Stóriðja 14.972 15.011 15.077 15.094 15.094
Gagnaver 1.127 1.249 1.249 1.249 1.249
Dreifitöp 174 179 182 185 186
Flutningstöp 416 428 436 444 451
Samtals 21.919 22.339 22.515 22.621 22.692

     4.      Hve mikla orku keypti hver almenningsveita af öðrum framleiðendum ár hvert 2017– 2021?
    Almenningsveitur, eða dreifiveitur raforku, eru ekki kaupendur þeirrar raforku sem þær dreifa til viðskiptavina á sínu sérleyfissvæði. Frá ársbyrjun 2012 hafa raforkulög gert kröfu um aðskilnað dreifiveitna frá samkeppnisrekstri. Undanþága er veitt fyrir dreifiveitur þar sem íbúafjöldi á dreifiveitusvæði nær ekki 10.000 íbúum. Orkubú Vestfjarða er eina dreifiveitan í landinu sem fellur undir undanþáguskilyrðið.