Ferill 376. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


152. löggjafarþing 2021–2022.
2. uppprentun.

Þingskjal 1161  —  376. mál.
Framsögumaður.

Síðari umræða.



Nefndarálit með breytingartillögu


um tillögu til þingsályktunar um minnisvarða um eldgosið á Heimaey.

Frá allsherjar- og menntamálanefnd.


    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið umsögn Vestmannaeyjabæjar um málið.
    Með þingsályktunartillögunni er lagt til að Alþingi feli forsætisráðherra að skipa nefnd til að undirbúa kaup á minnisvarða um Heimaeyjargosið 1973.
    Á næsta ári verða 50 ár liðin frá eldgosinu á Heimaey. Að mati nefndarinnar er mikilvægt að þeirra tímamóta verði minnst á veglegan hátt í Vestmannaeyjum sem og sögu eldsumbrotanna og samfélagsins.
    Nokkuð er frá því að málinu var dreift á Alþingi og sá frestur sem nefnd forsætisráðherra er ætlaður orðinn skammur. Leggur nefndin því til að hann verði rýmkaður.
    Nefndin tekur að öðru leyti heils hugar undir efni tillögunnar og leggur til að tillagan verði samþykkt með eftirfarandi

BREYTINGU:


    Í stað orðsins „ágúst“ í 3. málsl. tillögugreinarinnar komi: október.

    Sigurður Páll Jónsson var fjarverandi við afgreiðslu málsins. Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir og Logi Einarsson voru fjarverandi við afgreiðslu málsins en rita undir álitið samkvæmt heimild í 2. mgr. 29. gr. þingskapa. Sigmar Guðmundsson áheyrnarfulltrúi er samþykkur áliti þessu.

Alþingi, 3. júní 2022.

Bryndís Haraldsdóttir,
form.
Birgir Þórarinsson
frsm.
Eyjólfur Ármannsson.
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir. Jóhann Friðrik Friðriksson. Kári Gautason.
Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir. Logi Einarsson.