Ferill 471. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


152. löggjafarþing 2021–2022.
Þingskjal 1200  —  471. mál.
Frumvarp til lagaum breytingu á lögum um loftslagsmál, nr. 70/2012 (leiðrétting o.fl.).

(Eftir 2. umræðu, 9. júní.)


1. gr.

    1. mgr. 6. gr. b laganna orðast svo:
    Losun gróðurhúsalofttegunda og upptaka sem fellur undir flokk landnotkunar, breyttrar landnotkunar og skógræktar hjá milliríkjanefnd Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar skal ekki leiða af sér nettólosun á tímabilinu 2021–2025 annars vegar og 2026–2030 hins vegar til að tryggja framlag Íslands til sameiginlegs markmiðs Íslands, Noregs og Evrópusambandsins.

2. gr.

    Við 27. gr. a laganna bætist: auk jöfnunarskyldu flugrekenda.

3. gr.

    Við 47. gr. laganna bætist nýr töluliður, svohljóðandi: Framseldri reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/1416 frá 17. júní 2021 um breytingu á tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2003/87/EB að því er varðar að útiloka flug sem kemur frá Bretlandi frá viðskiptakerfi Evrópusambandsins með losunarheimildir.

4. gr.

    Við 2. mgr. II. viðauka við lögin bætist nýr stafliður, svohljóðandi: flugferðir frá flugvöllum í Bretlandi til flugvalla á Evrópska efnahagssvæðinu.

5. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi.