Ferill 711. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


152. löggjafarþing 2021–2022.
Þingskjal 1446  —  711. mál.




Svar


heilbrigðisráðherra við fyrirspurn frá Söru Elísu Þórðardóttur um framkvæmd aðgerðaáætlunar til að fækka sjálfsvígum.


     1.      Stendur til að fjármagna tilraunaverkefni um rekstur lágþröskuldarúrræðis fyrir ungt fólk, sbr. undirmarkmið B í 2. kafla aðgerðaáætlunar til að fækka sjálfsvígum frá apríl 2018, þannig að það verði langtímaúrræði?
    Ekki hefur verið tekin afstaða til þessa.

     2.      Hvenær stendur til að koma á fót þekkingar- og þróunarmiðstöð áfalla-, ofbeldis- og sjálfsvígsforvarna, sbr. undirmarkmið A í 6. kafla aðgerðaáætlunarinnar, en samkvæmt svari ráðherra á þskj. 536 á yfirstandandi þingi er sú aðgerð í biðstöðu? Er stofnun slíkrar miðstöðvar tryggð í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar?
    Sem stendur er sú aðgerð enn í biðstöðu og því ekki gert ráð fyrir fjármögnun þessarar aðgerðar í fjármálaáætlun.

     3.      Hvenær stendur til að ráðherra setji reglugerðir um ítarlegri skráningu vegna sjálfsvíga og sjálfsvígstilrauna og um framkvæmd rótargreininga, sbr. undirmarkmið B í 6. kafla? Er gert ráð fyrir fjármögnun þessara aðgerða, sem reglugerðirnar eiga að kveða á um, í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar?
    Umræddar tvær aðgerðir sem lagðar eru til í undirmarkmiðinu lúta að því að setja reglugerðir sem ekki er lagagrundvöllur fyrir. Vinna er því ekki hafin við að setja slíkar reglugerðir og því ekki gert ráð fyrir fjármögnun þessara aðgerða í fjármálaáætlun.