Ferill 664. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


152. löggjafarþing 2021–2022.
Þingskjal 958  —  664. mál.




Fyrirspurn


til forsætisráðherra um ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að leggja Bankasýslu ríkisins niður.

Frá Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur.


     1.      Á hvaða forsendum var tilkynnt 19. apríl um ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að leggja til við Alþingi að Bankasýsla ríkisins yrði lögð niður þrátt fyrir að enginn ríkisstjórnarfundur hefði verið haldinn þar sem taka ber slíka ákvörðun, sbr. 6. gr. laga um Stjórnarráð Íslands, nr. 115/2011, þar sem fram kemur að halda skuli ríkisstjórnarfundi um nýmæli í lögum, þ.e. lagafrumvörp sem ráðherrar hyggjast leggja fram á Alþingi sem stjórnarfrumvörp og jafnframt um mikilvæg stjórnarmálefni sem talin eru fela í sér mikilvæga stefnumörkun eða áherslubreytingar eða ef sýnt þykir að yfirlýsing geti haft áhrif á útgjöld ríkissjóðs umfram fjárheimildir eða á efnahagsmál almennt?
     2.      Hvert er hið nýja fyrirkomulag sem ríkisstjórnin ætlar að innleiða til að halda utan um eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum og greint var frá í fréttatilkynningu?
     3.      Hvert er mat um samanlagt virði allra þeirra eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum sem Bankasýsla ríkisins hefur umsjón með?
     4.      Hvenær var ríkisstjórnarfundur haldinn þar sem ákvörðun um að leggja Bankasýslu ríkisins niður var tekin, sbr. 6. gr. laga nr. 115/2011?
     5.      Hvenær verður stjórnarfrumvarp um niðurlagningu Bankasýslu ríkisins lagt fram?


Skriflegt svar óskast.