Ferill 670. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


152. löggjafarþing 2021–2022.
Þingskjal 969  —  670. mál.




Fyrirspurn


til forsætisráðherra um hlutlausa skráningu kyns í vegabréfum.

Frá Andrési Inga Jónssyni.


     1.      Þekkir ráðuneytið dæmi þess að fólk með hlutlausa skráningu kyns í vegabréfi verði fyrir áreitni eða fordómum, sé tafið, meinað um byrðingu eða lendi í öðrum vandræðum í tengslum við kynskráningu á ferðalögum?
     2.      Telur ráðherra ástæðu til að endurskoða 2. mgr. 6. gr. laga um kynrænt sjálfræði þannig að fólk geti sótt um vegabréf, eða eftir atvikum aukavegabréf, með annarri kynskráningu en skráð er í þjóðskrá, sem nota megi þar sem hlutlaus skráning kyns í vegabréfi geti verið handhafa til ama?


Skriflegt svar óskast.