Ferill 151. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 152  —  151. mál.
Fyrirspurn


til matvælaráðherra um grænmetisrækt.

Frá Valgerði Árnadóttur.


     1.      Hver er aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar þegar kemur að því að efla grænmetisrækt á Íslandi?
     2.      Mun ríkisstjórnin niðurgreiða kostnað vegna flutnings og dreifingar á raforku til grænmetisbænda til að létta þeim róðurinn yfir vetrarmánuðina?


Skriflegt svar óskast.