Ferill 183. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 184  —  183. mál.
Fyrirspurn


til dómsmálaráðherra um kostnað vegna rannsókna og haldlagningar vímuefna.

Frá Halldóru Mogensen.


     1.      Hver er áætlaður heildarkostnaður tveggja aðgerða lögreglu gegn skipulagðri brotastarfsemi sem fjallað var um á blaðamannafundi af hálfu lögreglunnar 9. júní sl.? Óskað er upplýsinga um kostnað frá því að rannsókn hófst og til og með því að efnin voru haldlögð? Hversu margra stöðugilda lögreglu krafðist hvor aðgerð fyrir sig? Hversu margra vinnustunda krafðist hvor aðgerð fyrir sig í heild? Óskað er eftir sundurliðun fyrir heildarkostnað hvorrar aðgerðar fyrir sig.
     2.      Hver er áætlaður heildarkostnaður vegna aðgerðar lögreglu frá miðjum ágúst sl. þar sem lagt var hald á 99,25 kíló af kókaíni? Hversu margra stöðugilda lögreglu krafðist aðgerðin? Hversu margra vinnustunda krafðist aðgerðin? Óskað er upplýsinga um kostnað frá því að rannsókn hófst og til og með því að efnin voru haldlögð.
     3.      Hver var kostnaður, fjöldi stöðugilda lögreglufólks og fjöldi vinnustunda sem var varið í aðgerðir er stefndu að haldlagningu vímuefna hvert ár sl. 5 ár? Svar óskast sundurliðað eftir árum.


Skriflegt svar óskast.