Ferill 262. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 263  —  262. mál.




Fyrirspurn


til utanríkisráðherra um þvingunaraðgerðir gegn alvarlegum mannréttindabrotum.

Frá Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur.


     1.      Til hvaða aðgerða hefur verið gripið á grundvelli reglugerðar um þvingunaraðgerðir gegn alvarlegum mannréttindabrotum, nr. 466/2021? Svar óskast sundurliðað eftir árum, eftir því hvort um frystingu fjármuna skv. 4. gr. eða landgöngubann skv. 9. gr. hafi verið að ræða og eftir lyktum mála.
     2.      Til hvaða aðgerða hefur verið gripið til að ganga úr skugga um að einstaklingar, lögaðilar eða önnur viðföng þvingunaraðgerða skv. 2. mgr. 10. gr. reglugerðar nr. 466/2021 hafi sætt viðeigandi aðgerðum, þ.e. frystingu fjármuna annars vegar og landgöngubanni hins vegar?
     3.      Hyggst ráðherra beita ákvæðum reglugerðarinnar til að bregðast við alvarlegum mannréttindabrotum á heimsvísu?
     4.      Hvernig fer fram mat á því hvenær rétt sé að beita þvingunaraðgerðum vegna mannréttindabrota á heimsvísu?


Skriflegt svar óskast.