Ferill 321. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 332  —  321. mál.
Fyrirspurn


til fjármála- og efnahagsráðherra um innri endurskoðun og hagkvæmni í ríkisrekstri.

Frá Jóhanni Páli Jóhannssyni.


     1.      Hvers vegna hefur ráðherra enn ekki sett reglugerð um innri endurskoðun ríkisaðila, sbr. 2. mgr. 65. gr. og 3. mgr. 67. gr. laga um opinber fjármál, nr. 123/2015, nú þegar sjö ár eru liðin frá gildistöku laganna?
     2.      Hjá hvaða ríkisaðilum hefur innri endurskoðun verið framkvæmd skv. 2. mgr. 65. gr. laga um opinber fjármál á tímabilinu 2016–2022?
     3.      Hefur ráðherra beitt sér fyrir því að innri endurskoðun sé framkvæmd hjá fleiri ríkisaðilum í samræmi við ákvæði laga um opinber fjármál?
     4.      Í ljósi þess að ráðherra segist hafa séð „blóðuga sóun út um allt í opinbera kerfinu“ (sjá viðtal í Silfrinu 4. október 2020), telur ráðherra ekki ástæðu til að setja téða reglugerð sem fyrst og tryggja að innri endurskoðun sé framkvæmd hjá ríkisaðilum til að stuðla að aukinni hagkvæmni í ríkisrekstri?


Skriflegt svar óskast.