Ferill 385. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 413  —  385. mál.




Fyrirspurn


til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra um stöðu og framvindu hálendisþjóðgarðs.

Frá Jódísi Skúladóttur.


     1.      Hver er staðan á þeirri vinnu að stofna þjóðgarð á þegar friðlýstum svæðum og jöklum á þjóðlendum á hálendinu með breytingu á lögum um Vatnajökulsþjóðgarð, sem er eitt af markmiðum ríkisstjórnarinnar samkvæmt stjórnarsáttmála hennar?
     2.      Telur ráðherra mögulegt að friðlýsa stærri hluta af þjóðlendum svo tengja megi svæði saman í samfelldum þjóðgarði á hálendinu þegar friðlýst svæði og þeir jöklar sem ekki eru friðlýstir, að hluta eða í heild, liggja ekki saman? Hvaða landsvæði sér ráðherra fyrir sér að gætu fallið þar undir?
     3.      Telur ráðherra að einhver þeirra svæða sem felld voru úr rammaáætlun sem virkjunarkostir á 152. löggjafarþingi verði friðlýst innan þjóðgarðs á hálendi Íslands og ef svo er, hver?